Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 7
LJOSBERINN kvakaði hún með bjartri og hreimfagurri barnsrödd, þegar þau komu út undan brúarþakinu, — en það var þak yfir brúnni á mylnulæknum hans Sam Perkinsons, — „finnst þér ekki þetta vera eins og þegar riddari kemur inn í töfrahöll. Hann ríður fann- hvítum fáki, og það eru drekar við inn- ganginn og þeir spúa eldi og eimyrju út úr nösunum á sér. Og inni í höllinni er yndisleg kóngsdóttir, sem galdra- nornin hefir náð á sitt vald. Finnst þér ekki, að þú verða hálf smeykur, — eins og að þér renni kalt vatn á milli skinns og hörunds, — finnst þér það ekki, Timm?“ „O-umm-nei, eiginlega finnst mér það nú ekki, Silky — ekki beinlínis. En eins og þú veizt, þá hefi ég ekki nándar- nærri eins mikið ímyndunarafl og þú. Þú manst, að Maren Brown er vön að segja, að það sé ekki meira ímyndunar- afl til í mér en í innansleiktu svína- trogi“. „Já, hún segir það nú reyndar, Timm. En þú kannast nú líka við það, að hún segir um mig, að ég sé kátbroslegasta snælduhjólið, sem nokkurntíma hafi verið til á barnahælinu. Og að ekki sé einu sinni eins mikið gagn að mér og halta hænuunganum“. „Já, en það er nú bara ekki satt, Silky“, svaraði drengurinn og varð nú rjóður í framan. „Það er talsvert meira gagn að þér en halta hænuunganum hennar. Og ég veit bara ekkert, hvað úr mér verður, þegar ég er búinn að missa þig. En ég er nú, satt að segja, ekkert hrifinn af drekum, sem spúa eldi. Og ekki gæti ég hugsað mér Blesu gömlu sem fráan fák. Og jafn erfitt á ég með að hugsa mér yfirbyggðu brúna hans Sam Perkinsons sem töfrahöll og gamalt hænsnahús. Sjáðu til: ég hefi ekki nokkurt ímyndunarafl. Það er eins og að það hafi aldrei verið til í mér. Líklega er það af því, að ég hefi allt af haft svo mikið að gera, þarna á barna- hælinu, að það er eins og að ég hafi aldrei haft nokkurn tíma til að hugsa. Og þá fær maður ekkert ímyndunarafl eða hugmyndaflug, Silky mín“. „Nei, Timm, — hugmyndaflugið fær maður í bókunum“, svaraði litla stúlk- an með spekingssvip. • „Ég hefi aldrei átt nema eina bók og hana hefi ég allt af falið, til þess að Maren Brown hremmdi hana ekki og brenndi fyrir mér. Þar eru sögur um fráa fáka og riddara og töfrahallir og kóngsdætur í álögum. Og þaðan hefi ég hugmynda- flugið“. „Það er auðvitað“, svaraði Timm í fullkominni einlægni. í þessum svifum sveigði vagnskrifl- ið gamla inn á vegarbugðuna og blasti nú öll mylnutjörn Sam Perkinsons við sjónum. „Timm, Timm!“ kallaði litla stúlkan upp og röddin titraði af undrun og fögn- uði, „er þetta ekki yndislegt, dásamlegt og skínandi? Ég hefi aldrei á æfi minni séð vatn fyrri“. Timm hló hjartanlega að þessari vafasömu játningu. „Ertu búin að gleyma því, þegar við vorum að dorga í regnvatnsgeyminum ? Og ertu búin að gleyma vatnspollun- um, sem allt af eru í kringum húsið á vorin?“ „Ne-hei“, svaraði litla stúlkan. „En ég á við það, að ég hefi aldrei séð hafið eða sjóinn og ég hefi aldrei fyrr séð flóa eða fjörð eða vík“. Timm hló aftur. „Já, — en ekki er nú þetta hafið, og ekki er það einu sinni 331

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.