Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 9
UftSBEEINN flói. Þetta er ekki annað en gamla mylnutjörnin hans Sam Perkinsons". „Jæja“, svaraði litja stúlkan og skotr- aði til hans augunum rannsakandi. Síð- an andvarpaði hún ákaflega mæðulega, og renndi svo augunum aftur yfir glampandi, spegilsléttan „haf“-flötinn. „En mér finnst þetta nú samt vera al- veg y-n-d-i-s-l-e-g-t, ég meina, alveg eins og í æfintýri. Og þessi dásamlega sjón kemur mér til að óska þess, að þegar ég verð stór, þá verði ég rík og fín dama, og geti þá siglt á þungum bár- um hins mikla ha— vatns!“ „Fólk, eins og þú og ég, verður aldrei ríkt“, svaraði Timm. „Okkur er ekki annað ætlað en að lifa alla æfina jafn fátæk og við vorum, þegar við fædd- umst“. „En, elskan mín góða, þetta getur allt breytzt", sagði litla stúlkan með mikl- um ákafa. „1 bókunum breytast allir skapaðir hlutir, skal ég segja þér“. „Já, það getur verið, að það sé svo- leiðis í bókunum“, svaraði drengurinn í dapurlegum róm, „en á barnahæKnu breytist ekkert. Ég vil ekki vera að draga úr þér kjarkinn, Silky mín, en ekki vil ég heldur verða til þess, þó að allar heimsins gersemar væri í boði, að þú yrðir fyrir vonbrigðum". Rykugur og ósléttur þjóðvegurinn lá nú all-langan spöl á tjarnarbökkunum, í ótal hlykkjum og bugðum eftir lögun spegilsléttrar mylnutjarnarinnar. Litla stúlkan sat hljóð og naut þess með undr- un og lotningu, sem fyrir augun bar. Skógur var á aðra hönd, meðfram veg- inum, en þar sem hann var það gisinn, að hún þóttist sjá betur inn í hið fyrir- heitna æfintýraland, varð henni á, að láta hrifningu sína og aðdáun í ljós og kalla upp ýmist „nei! nei!“ eða „Timm! Tim»i!“ Þau komu nú að gömlu mylnunni, þar sem vatnið steyptist fram af stíflugarð- inum eins og drynjandi foss. Og nú losnaði aftur um málbeinið á hinni fróðleiksfúsu smástúlku, þegar hún heyrði látlausan hvininn í viðarsögun- um og sá himinháa timburhlaðana á mylnu-„planinu“. „Hvað er það, sem veldur því, að vatnið steypist svona fram af garðin- um þarna?“ spurði hún frá sér numin af undrun. „Ýtir það á sjálft sig, — eða hvað, Timm?“ „Heldurðu, að þú vildir nú ekki reyna að nota lappirnar ofurlítið, Blesa gamla“, kallaði drengurinn til trunt- unnar, eins og til að herða ofurlítið á henni, og danglaði um leið taumunum í hrygginn á henni. „Hvað það er, sem veldur því, að vatnið steypist svona fram af garðinum þarna, segir þú. Ég veit það bara ekki, Silky. Manni finnst nú samt, að það ætti ekki að vera ákaf- lega erfitt að svara því, — en þó að ég ætti að detta niður dauður, þá get ég það bara ekki, Silky. Það er meiningin! Kötturinn má klóra mig upp á það!“ „Timm!“ sagði litla stúlkan, og nú var ákaflega mikill ásökunarhreimur í röddinni og svipurinn á litla andlitinu ósköp alvarlegur og jafnvel þykkjuleg- ur. „Er það ekki að tala Ijótt, þegar maður segir: „Kötturinn má klóra mig upp á það!“? Hann séra With, sem allt af prédikar á barnahælinu á sunnudög- um, segir, að við megum ekki tala ljótt eða sverja, því að þá lendum við á ljót- um stað, þar sem allt af er log-bullandi heitt“. Timm hló. „Nei, Silky“, sagði hann. „Ég held ekki, að hægt sé að segja, að það sé að tala ljótt, — að minnsta kosti ekki í þeim skilningi, sem séra With hugsar sér, Það er eiginlega öllu heldur 333

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.