Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 10
LJ6SBERINN einskonar — ehe — innskotssetning“. „Timm — Timm! Nei, sjáðu skrítna, glampandi hlutinn þarna, sem grenjar svona ógurlega og fer í einu hendings- kasti alveg í gegnum trédrumbinn!“ „Það er sögin“, svaraði Timm íbygg- inn. „Þeir eru að saga borðvið, sem svo er notaður til að byggja úr hús“. „Heldurðu ekki, að tréð finni ósköp mikið til, þegar það er sagað svona, — heldurðu það ekki, Timm? Ég veit, að ég myndi finna til“. „Nei, það held ég ekki“, svaraði Timm. „Að minnsta kosti heyrir mað- ur ekki, að það kveinki sér“, bætti hann við brosandi. Þegar þau voru komin fram hjá mylnunni, var enn bugða á veginum og komu þau nú að annari brú. Yfir þeirri brú var ekkert þak. Hin dásamlega út- sýn í allar áttir, spegilslétt, glampandi tjörnin og fossinn, sem steyptist fram af stíflugarðinum með drunuih og dynkjum, — allt þetta heillaði svo litlu stúlkuna, að Timm varð að stöðva Blesu gömlu á miðri brúnni, svo að Silky gæti notið þessa nýstárlega um- hverfis. Þegar komið var yfir brúna, sveigði vegurinn frá mylnutjörninni, og nú skrönglaðist vagnskriflið inn í skóg- arþykknið. Þar var svalt í skugganum og þar bar að vitum ferðafélaganna dá- samlega, hressandi angan af greni- og furutrjánum. — „Hérna er ilmefnagerð skógarins“, sagði bjarta barnsröddin með mestu andagt. Og litla stúlkan and- aði að sér í stórum teigum ilmþrungnu og hressandi vorloftinu í skóginum. — „Mikið er þetta inndælt — finnst þér það ekki, Timm?“ „Það er hverju orði sannara", svar- aði Timm í hátíðlegum rómi. „Og það gerir hvorki til né frá, þó að þú kallir það „ilmefnagerð“ — eða þá eitthvað 334 annað. En ég held nú, að þessi lykt sé aðallega af furutrjánum, — já, og ef til vill af grenitrjánum líka. En annars ættir þú nú að hætta öllu þessu skrafi og fara að æfa þig á því, sem Maren Brown uppálagði þér að segja við frænda þinn og frænku. Það ríður víst talsvert á því, hvort þú manst ræðuna, — annars færð þú sennilega ekki að vera kyrr hjá þeim. En til þess skilst mér að ferðin sé farin, að þú eignist þar heimili“. „Ég á að segja, að þau séu hold af mínu holdi og blóð af mínu blóði, og að Lúkretía frænka mín sé skilgetin syst- ir hennar móður minnar, og að fólki þyki það ákaflega undarlegt, að ég skuli vera á barnahælinu í Ashton, úr því að ég á nákomna ættingja á lífi“. Þessa lexíu þuldi litla stúlkan með hárri, hvellri rödd —1 ákaflega hratt, en með örstuttum þögnum, hingað og þang- að, til þess að ná andanum. „Þetta er nú gott og blessað, en þú átt ekki að þylja þetta eins og þú sért að fara með litlu margföldunartöfluna, — eins og þú hefðir lært þetta utan að“, sagði Timm í hátíðlegum aðfinnsluróm. „En, elskan mín góða, — nú hefi ég einmitt lært þetta utan að“, svaraði litla stúlkan. „Ég hefi orðið að stagast á þessu upp aftur og aftur, til þess að vera viss um að gleyma engu, — alveg eins og löngu kvöldbæninni“. „Mér er sama, en þetta lætur alveg eins í eyrum og að þú værir að þylja margföldunartöfluna“, sagði Timm og þybbaðist við. „Þú átt að segja þetta hægt, og — og — í klökkum rómi. — Reyndu nú aftur, Silky!!“ „Mr. Brown segir, að það sé skömm að því, að ....“. „Nei, nei, nei! Þú mátt ekki segja: „Mr. Brown segir!“ greip Timm fram

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.