Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Page 12

Ljósberinn - 15.11.1937, Page 12
I. JóSBEHINN í. ,,Þú mátt alls ekki nefna hann á nafn. Þetta á allt að líta út eins og þér hefði sjálfri dottið það í hug“. „Já, en hann sagði það. Hann og Mar- en Brown, — þau sögðu þetta bæði. Og ég læt þig bara vita það, Timm, að ég vil alls ekki skrökva. Ekki skrökvaði George Washington, þú ættir að muna það“. „Þú þarft heldur ekki að skrökva, ef þér er illa við það“, svaraði Timm. „Þú getur bara sagt: Það er sagt, — eða fólkið segir, — ég veit ekki betur, en að Maren Brown og Mr. Brown séu fólk líka“. „Æ, Timm“, kallaði litla stúlkan upp, hvellri röddu og með miklum ákafa. „Timm, Timm — líttu bara á! Sérðu ekki álfabogann þarna“. „Hvar?“ spurði Timm, ekki all-lítið undrandi. „Þarna, sem lækurinn skoppar fram af steinhellunni og greinarnar teygja sig út yfir lækinn, það er álfaboginn, Timm. Sérðu hann ekki?“ „Ég sé ekki annað en lækjarspræn- una og fáeinar greinarenglur“, svaraði Timm önuglega. „Mér finnst, að þú ætt- ir nú heldur að hugsa um hann frænda þinn og hana frænku þína, og það, sem þú ætlar að segja við þau. Þú verður að segja: Herra og fröken. Og nú verð- ur þú að hætta þessum sífelldu spurn- ingum, því að annars lofa þau þér ekki að vera einn einasta dag. Mér var uppá- lagt, að láta þig fara úr vagninum, þeg- ar við kæmum auga á húsið, en ég ætla að hinkra við og sjá, hvernig þér geng- ur og hvort þér verður boðið inn. Og svo er enn eitt, sem ég ætla að segja þér, Silky. Ég get aldrei gleymt þér. Og aldrei verður eins að vera á hælinu og -----á meðan þú varst þar“. Drengur- inn þagnaði, klökkvinn bar hann ofur- 336 liði og hann fór að einblína inn í skóg- inn, eins og að hann væri nú líka far- inn að skyggnast eftir álfaboganum. Þar sem hugsanirnar beindust nú að skilnaðarstundinni, setti þau bæði hljóð, ungu vinina. Þau höfðu jafnan verið svo góðir vinir, þessi barnah^elisbörn, — langi, renglulegi, freknótti og rauð- hærði drengurinn og litla, síkvika, fall- ega og hugmyndaríka stúlkan. Þegar hún þurfti ekki alveg bráðnauðsynlega að hjálpa Maren Brown eitthvað, leggja á borð, sópa gólf eða búa um rúmin, þá elti hún Timm, hvert sem hann fór. — Hinir krakkarnir kölluðu hana í háði „skuggann hans Timms“. Allt af var hún síspyrjandi, spaugileg tiltæki henn- ar voru óþrjótandi og hugmyndaflug hennar og draumar voru eins og hlýr og litskrúðugur vordagur. Og var það þó ekki því að þakka, að litla stúlkan hefði notið hlýju eða litaskrúðs, það sem af var æfinni. Faðir hennar hafði dáið þrem mán- uðum áður en hún fæddist, og móðir hennar dó daginn eftir að hún hafði vafið hana örmum í fyrsta sinn. Næst hafði það þá staðið Lúkretíu, sem var systir móðurinnar og nokkru eldri en hún, að taka að sér munaðarlausa vesal- inginn íitla. En Lúkretíu, sem líka hafði unnað föður litlu stúlkunnar hugástum, fannst sér misboðið, þegar hann gift- ist systur hennar, og þóttist hefna sín á þeim með því að úthýsa barni þeirra og senda það á barnahælið í Ashton. Nathan, móðurbróðir litlu stúlkunnar, sem var ljúfmenni, kveinkaði sér að vísu við þessari ráðstöfun. En hann var hæggerður og mesti meinleysingi og varð jafnan að gera sér að góðu að sitja og standa eins og Lúkretía systir hans vildi, en hún var vargur. Hann hafði að vísu reynt að malda í móinn

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.