Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 13
LJÖSBEUINN eftir beztu getu, en oröaflóS Lúkretíu skolaði honum á svipstundu til hafs, og þar varð hann að reyna að bjarga sér sem bezt hann gat, — sjálf fór hún með barnið á barnahælið. — •— •— Timm rauf þögnina. „Ég býst við, að mér verði æði oft hugsað til þín, Silky“, sagði hann. „Nei, það verður eins og allt annar staður, hælið. Ég er viss um, að ég get varla hirt kálfana og hænsnin, þegar mig vantar þig“. Lítil og beinaber hönd læddist inn í lófa hans. „Þú mátt vera viss um það, Timm, að ég skal allt af minnast þín í bænunum mínum“, sagði litla stúlkan. „Heldur þú ekki, að Drottinn taki eftir bænunum okkar?“ „Ég er alveg viss um það, að minnsta kosti tekur hann eftir bænunum þín- um“. „Ég veit nú ekki almennilega, hvað ég á að halda um það, Timm. Ég hefi beðið hann um ótal — ótal hluti, en ég hefi aldrei íengið þá. Ég man ekki til þess, að ég hafi verið bænheyrð í eitt einasta skifti — nema þegar ég fékk kettlinginn“. Þegar Timm heyrði þetta, roðnaði hann svo afskaplega, að svo mátti heita, að allt höfuðið á honum yrði einlitt: kinnarnar, freknurnar á nefinu á hon- um og rauða hárið. Svo var mál með vexti, að hún litla vinstúlka hans hafði trúað honum fyrir því, að á hverju kvöldi bæði hún Guð almáttugan að gefa sér kettling. Og einn morguninn fann hún svo ofurlítinn kettling í korn- skýlinu. Hann var að vísu í stærra lagi, af nýfæddum kettlingi að vera, og var þar að auki grunsamlega líkur kettling- unum hennar kisu hjá nágrönnunum, — og um svipað leyti var tekið eftir því, að einn þeirra var horfinn. •— En Silky hafði skilið þetta sem bænheyrslu, og þetta var eina skiftið, sem hún taldi að Guð hefði áþreifanlega bænheyrt hana. „Bara að Drottinn hefði nú talsíma, Timm, þá gæti ég fengið að vita vissu mína um þetta“. „Hver veit nema að hann hafi síma“, svaraði Timm, „ég á við — einhvers konar síma“. Þessu tali var nú skyndilega slitið, því að í þessum svifum komu þau auga á stóru, rauðu hlöðuna hans Nathans frænda. Þau grilltu í hana á milli trjánna, í nokkurri fjarlægð. „Vindhan- inn“ á hlöðuburstinni — sem að vísu var í belju-líki — var logagylltur, og glampaði á hann í sólskininu. „Þarna er staðurinn, þar sem þú átt að vera“, kallaði Timm og benti á hina dásamlegu belju, sem var svo hágul, að hún var líkleg til þess að mjólka ein- tómum, sætum ísrjóma. „Þarna er stað- urinn!“ „Þú heldur þá, að þau muni vilja lofa mér að vera. Heldurðu, að þau verði nú góð við mig, Timm?“ spurði litla stúlkan. „Ef að þau vilja ekki vera góð við þig, þá skaltu bara koma aftur á hæl- ið, og þá skal ég vera góður við þig alla mína æfi“, svaraði Timm í innilegum rómi. Samkvæmt fyrirmælum Marenar Brown, var Blesa gamla nú stöðvuð og bundin við tré skammt frá veginum, og síðan hjálpaði Timm litlu vinstúlkunni sinni ofan úr vagnskriflinu. Allur far- angur hennar var ekki annar en gam- all hattöskjuræfill, með óhreinum og stagbættum fatagörmum, — já, og svo gamla sólhlífin, sem Silky litla var tals- vert hreykin af, og gerði sér vonir um, að Lúkretíu frænku myndi þykja tals- vert til um. 337

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.