Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 6
IJöSBEBINN Saga olurlítillar kvenhetju eftir Clarence Haivks. Theodór Arnason íslenzkaði. I. Óvelkomin heimsólcn. Hrörlegum og skröltandi eineykis- vagni með álíka hrörlegri, skjóttri truntu fyrir var ekið yfir brúna, sem lá yfir mylnulækinn hans Sam Perkin- sons, illhryssingslegan apríldag. — 1 mestu rólegheitum skrönglaðist vagn- inn yfir brúna og í rólegheitum skröngl- aðist hann áfram eftir veginum, sem lá í hlykkjalausum boga meðfram lygnri tjörninni, sem myndast hafði ofan við mylnustýfluna, og í rólegheitum snigl- aðist hann svo áfram eins og leið lá. í vagninum sátu tveir krakkar. Ann- að þeirra var langur og renglulegur sveitadrengur, sem geta mátti sér til, að vera myndi sextán ára eða svo. Hitt var kotroskin og fislétt smástúlka, átta eða níu ára. Ekki var nema einn bekkur í vagninum og drengurinn sat þar rogg- inn, — gerði sér far um að vera sem ökumannslegastur, og spyrnti löngum bífunum í fótafjölina. Litla stúlkan hafði gert ítrekaðar til- raunir til þess að herma þetta eftir karlmanninum — félaga sínum. En fæt- urnir reyndust of stuttir, svo að hún gafst loks upp og varð að gera sér að góðu, að sitja í notalegri og barnslegri stellingum. Hálf önug yfir þessum mistökum, en þó ákveðin, mjakaði hún sér upp 1 bekk- inn og sat þar nú flötum beinum. Að vísu urðu nú sýnilegir, í öllum sínum ömurleik, skórnir hennar, sem bæði 330 voru óhreinir og götóttir og þar að auki allt of stórir. En sá var kosturinn við það að sitja svona, að hún gat vafið öðrum handleggnum utan um bakbrík- ina á bekknum og skorðað sig þannig, að ekki var hætt við að hún rynni fram af hálli leðursetunni, eða hrykki á nas- irnar, þegar vagninn var að klöngrast ofan brekkur, eða lenti í einhverri ófær- unni á veginum. En þegar svo bar und- ir, varð hún jafnan að lagfæra á sér stráhattinn, sem vildi þá mjakast ofan í augun á henni, vegna þess að teygju- bandið í honum var allt of slakkt. Hún varð að gera það með þeirri hendinni, sem laus var, og átti þó erfitt með það, því að með henni hélt hún um hand- fangið á gamalli og slitinni silki-sólhlíf, sem hún leitaðist við að styðja ákaf- lega dömulega á vagnpallinn. Allur bún- ingur litlu stúlkunnar var raunar í full- komnu samræmi við skóna og hattinn. Hann var svo ömurlegur og töturlegur, að maður hefði getað skellihlegið að honum, ef hann hefði ekki einmitt ver- ið svo ákaflega hryggilegur og átt svo fjarskalega illa við fjörlega og fallega andlitið og hið hressilega látbragð litlu stúlkunnar. Hún var svo yndisleg og kotroskin, að hún hefði átt að vera klædd eins og ofurlítil kóngsdóttir. Og svo var hún ekki annað en vesalings föður- og móð- urlaus smástúlka, sem bar á sér öll ein- kenni hins vanhirta niðursetnings — því að hún hafði verið alin upp á barna- hæli.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.