Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 5
LJOSBERINÍS maður. Hann kennir þér, hvað þér er bezt að taka með þér úr aldingarði lífsins. Þýtt úr „Barnebiblioteket" af G. Jóh. Bók bókanna. Hvaða bók er það? Það er biblían, sem oft er kölluð því nafni. ldð vitið það nú ef til vill, börnin góð. Biblían er ölium bókum fremri, öllum bókum æðri. Átt þú biblíu? Pú ert ef til vill of lítill til að eignast heila biblíu; en ef þú ert orðinn stór drengur eða stór stúlka, áttu líkléga nýjatestamenti, en nýjatestamenti með myndum áttu því miður ekki á íslenzku, og getur því ekki fengið það, hvorki í afmælisgjöf né jólagjöf. En sú kemur tíðin, að íslenzk börn eiga því lmossi að fagna, eins og börn- in í nágrannalöndunum. En er þú hefir eignast nýjatestamenti, þótt myndalaust sé, verður þú að lesa í því daglega, og gangir þú í sunnu- dagaskóla, að leita þá uppi frásögurn- ar, sem þú heyrir í skólanum. Kostaðu kapps um að kynnast sem bezt nýja- testamentinu þínu, sem þú átt sjálfur eða sjálf. Gleymdu því aldrei, að það er sjálf- ur Guð sem talar til okkar í biblíunni, já, hann er þar að tala við okkur. Og það, sem Guð segir við okkur, verðum við fyrst og fremst að leggja okkur á hjarta. begar við töluin um að skilja orð Guðs, eigum við fyrst og fremst við, að skilja pad rried hjartanu. Pað er margt í orði Guðs, sem við getum aldrei grip- ið með skynsemi okkar, það er ofar nátt- úrlegum skilningi okkar, svo verður það að minnsta kosti rneðan við lifum hér á jörðu, Gamall og guðrækinn prestur sagði einu sinni: »Ef ég hefði átt að skilja það allt með skynsemi rninni, sem Guð hefir sagt, hefði ég fyrir löngu verið genginn frá vitinu.« Svo eru hugsanir Guðs hærri okkar hugsunum. Biblíuna, bók bókanna, verðum við fyrst og fremst að lesa með hjartanu. Pað, sem Guð segir, eigum við að leggja fyrir samvizku okkar. Og þegar Guð segir í orði sínu, að hann liafi mætur á okkur, að hann elski okkur, eigum við að trúa þeim orðum hans, því að það, sein Guö segir, er satt. Pegar stórskáldið skozka, Walter Scott, lá banaleguna, sagði hann við son sinn: »Komdu með bókina og lestu í henni fyrir mig«. Sonur hans hugsaði að hann ætti við einhverja þá bókina sem hann hefði sjálfur skrifað, og spurði því, livaða bók það ætti að vera. »Bókin, sonur minn,* svaraði hið sjúka skáld, »það er ekki til nema ein bók meðal allra bóka héimsins — biblían«. Hjálpumst öll að kynnast biblíunni og nota hana á félagsfundum okkar. Foreldrar, gerið börnin yðar leikin í að lesa hátt og áheyrilega í biblíunni. Tak- ið eftir hvaða biblíuorð það er, sem sem þeim verða kærust. Pað er alls ekki öllum stöðugt kærast hið sama. Nú get ég sagt ykkur, að mér er hjart- fólgið orðið: »Drottinn er minn hirðir, ini<j mun ekkert bresta; á grænum grund- um lætur liann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Iíann hressir mina sál, leiðir mig um rétta vegu, sakir nafns síns.« En hvaða biblíuorð er það, sem þér er kærast? llanna. 329

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.