Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 10? »Nei, það skulum við ekki gera,« sagði drengurinn. Síðan tók hann í hönd móður sinnar og leiddi hana og mælti alvörugefinn: »Við göngum inn — í Jesú nafni mamma!« Peim var óhætt, hugði drengurinn, af því að Jesús var með þeim. Það ber oft við, að börn verða veik og að Jesús vill að þau flytji upp til hans í himininn, en það þykir einatt erfiður flutningur. En þá segir hann líka við þau: »Fylgið mér, verið óhrædd.« Ég skal segja ykkur frá lítilli stúlku, sem ég þekti vel fyrir mörgum árum. Hún hét Borghildur og var á ferming- araldri. Að réttu lagi átti hún að vera skrásett til fermingar um vorið; en í stað þess varð hún veik og lagðist í í'úmið. Eftir læknisráði var hún send upp í sveit um sumarið, í von um bata. En þegar hún kom heim um haustið, hóstaði hún enn meira en áður og varð að fara í rúmið aftur. Og svo fór henni stöðugt hnignandi. Þunnleit, föl og mögur lá hún þarna í rúminu sínu. En í hvert sinn sem ég heimsótti hana, brosti hún til mín, og þegar ég söng fyrir hana um perluhlið- ið, þá brosti hún, og þegar ég fór, veif- aði hún til mín mögru hendinni og brosti. Einn morgun, er ég kom, mætti móð- ir hennar mér í dyrunum og var út- grátin. Eg þóttist þegar vita, að Borghildur væri dáin. Við gengum inn í herberg- !ð, þar sem rúmið hennar var. Þar lá bún, skrýdd drifhvítum hjúpi, eins og lítil brúður, og hjelt á fögrum rósavendi. En hve undursamlegt: hún brosti enn, Þarna sem hún lá. Eg hafði orð á þessu við móður hennar, og svo sagð' hún mér nánar um hinstu atvikin: Skömmu áður en hún andaðist, varð hún furðu róleg, vesalingurinn. Svo bað hún mig að taka niður myndina, sem hékk uppi yfir rúminu hennar (það var stór og fögur mynd af Jesú, þar sem hann leggur hendina á höfuð lítils drengs). Þegar ég var búin að því, bað hún mig að snúa sér þannig í rúminu, að hún gæti sem bezt séð myndina. Þeg- ar hún svo lá þannig í rúminu og horfði á myndina, brosti hún við henni og sagði: »Ö, mamma, nú sé eg hana svo vel, — já, svo vel — svo vel!« Og á meðan hún lá svona, andaðist hún. Og brosið var enn á vörum hennar. Kæra, litla Borghildur, sem gat dáið brosandi! En það gat hún, af því að hún fylgdi Jesú. Nokkrum dögum seinna var hún jörð- uð. Vinstúlkur hennar voru eins og blómsveigur umhverfis gröfina — og grétu sáran. Þá sagði eg við þær: »Litlu stúlkur, við skulum ekki gráta Borghildi, heldur syngja fyrir hana.« Og svo byrjaði eg, og þær tóku undir: Perluliliðid opnar sig. Jesús segir blítt við mig■: Sjá, hér er kórónan pín, Vina mín. En þá gerðist undarlegur atburður. Eg veit ekki hvort þið trúið því,en þarna sem eg stóð og horfði á litlu stúlk- urnar, sem voru að syngja fagra söng- inn, með augun fljótandi í tárum, þá fanst mér sem regnbogi risi frá gröf- inni upp til himins. Og á geislum hans fanst mér eg sjá Borghildi og Vininn hennar ganga og leiðast, hærra og hærra, alt upp að perluhliðinu, sem opnaðist og nam þau frá augum mínum. Nú er Borghildur þar efra. Hún fylgdi Jesú. »Fylgið mér,« segir hann við ykkur

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.