Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 11
LJOSBERINN 115 »Hvað vilt þú mér?« spurði hann með hútursfullu tillitii »Komdu> Albert, það er hættulegt fyfir þig að vera að þessu. Heyrirðu ekki brakið í ísnum?« »Það er hættulegt fyrir huglausar bieiðuf, én ég er engin bleiða, skal ég segja þér,« svaraði hinn fífldjarfi drengur með hroka. »Geymdu heilræði þín handa öðrum en mér.« Edvarð rendi sér frá honum, titrandi af ótta, en Albert siepti stóipanum og rendi sér inn á afgirta sVæðið, Alt í einu heyrðust brestir miklir í ísnum og busl í vatninu, og hinn ófyrir- leitni og ógætni drengur sökk á bóla- kaf niður um vökina. Eftir litla stund skaut honum þó upp aftur og náði hann þá taki um ísjaka, sem flaut hjá hon- um, og þá æpti hann: »Hjálp, hjálp, ég er að druknak Félagar hans stóðu sem steini lostn- ir, og þó þeir hefðu viljað hjálpa hon- um, þá gátu þeir það ekki, því þeir voru alveg magnþrota af skelfingu. »Edvarð! Edvarð!« heyrðu þeir þá að Albert kallaði. »Edvarð, hjálpaðu mér!« Og hvað gerði Edvarð? Hann hafði ekki beðið eftir því, að Albert kallaði á hjálp, heldur lagt af stað, undir eins og hann sá, hvað fyrir hafði komið, skríðandi á maganum að vakar-barmin- um. Síðan festi hann báða fæturna um þann girðingarstólpann, sem næstur var vökinni og Albert, og teygði úr sér eins og hann gat bezt, til þess að reyna að bjarga drengnum, sem svo oft hafði þó sært hann og óvirt. Hann gætti þess ekkert, að hann skar sig til blóðs á höndunum á ísskörunum. Með rösku taki gat hann náð í hend- ina á óvini sínum og með ógurlegum erfiðismunum tókst honum að draga hann til sín upp á skörina. Þetta var bæði mjög örðugt verk og hættulegt fyrir Edvarð sjálfan, því að ísskörin brötnaðí hváð eftir annáð undan líkams- þunga Alberts. En loks var þó skörin nógu þykkj til að geta bofið Albért, svo að Édvarð gat náð honum til sín. Svo mjökuðu þeir sér svona endilangir á ísnum afturá- bak; þorðu þeir ekki annað, því að alt- af brakaði og brast í ísnum undan þunga þeirra. Loks komu félagar þeirra Og óku þéim heim á SÍeðufni Albert var miklu ver á sig kominhi eins og gefur áð skiijá. Gegnvoturj eins og hann var, varð hann að sitja hreyf- ingarlaus á sleðanum heim til sín. Hann var með lokuð augun og nærri því með- vitundarlaus. Þegar hann opnaði aug- un og kom til sjálfs sín aftur, leitaði hann eftir björgunarmanni sínum, en hann var þá farinn. Hann varð þá gagntekinn af iðrun og blygðun, þrýsti höndunum að brjóst- inu, þar sem hjartað barðist ákaft inm fyrir, og stamaði með grátkæfðum ekka: »0, hvílíkt einstakt ómenni hefi ég ver- ið!« — Stundu síðar voru dyrnar opnaðar heima hjá Edvarð og faðir Alberts kom inn. »Er Edvarð heima?« spurði hann föð- ur hans er inni var. »Já, hann er inni hjá henni mömmu sinni. Hann skar sig svo illa á hönd- unum á ísnum og mamma hans er að binda um þær. Átt þú eitthvert erindi við hann?« »Já, skyldi ég eiga erindi við hann? Hefir þessi ágæti drengur ekki sagt ykk- ur neitt?« »Nei, hann sagði okkur ekki annað en að hann hefði skorið sig á ísspöng. Hvað hefir annars hent hann?« »Ja, það er nú meira en ég get kom- ið orðum að í svipinn. Hann hefir nú fyrst og fi-emst bjargað lífi sonar míns, og það með því að leggja sitt eigið líf

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.