Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 9
L JOSBERINN ÍÍS ur. Andlit hans, einkar frítt og gáfu- legt, var með slíkum alvörusvip, sem er óvenjulegur hjá drengjum á hans reki. Þetta var Edvarð, drengurinn, sem þeir Albert og Hinrik, skólabræð- ur hans, voru að þrátta um af slíkum ákafa. Þegar hann heyrði Albert kalla sig »betlikind«, þá hrökk hann við, eins og hann væri bitinn af nöðru, og hann krepti ósjálfrátt hnefana. Þó varaði reiðin ekki nema andartak, en hann herti förina, svo hann náði hinum drengjunum og staðnæmdist við hlið- ina á Hinrik. »Hinrik, viltu segja Albert, að það séu ósannindi, sem hann bar á mig áð- an,« sagði hann og mátti heyra á titr- ingnum íi rödd hans, að hann varð að taka á öllu sínu viljaþreki, til þess að geta talað rólega. Hini’ik sneri sér snögt við, er hann heyrði rödd Edvarðs við hliðina á sér svona alt í einu. »Já, -—- það var ákaf- lega óréttlátt af Albert, að detta annað eins í hug um þig,« sagði hann. »Aldrei hefir þú gefið hina minstu ástæðu til slíks, með framkomu þinni við mig.« En Albert, sem ekki var sem ánægð- astur yfir hinni skyndilegu komu Ed- varðs til þeirra, rak upp skellihlátui- og sagði: »Þeim, sem standa á hleri, hæfir vel að hlusta á sína eigin smán, segir máltækið; verði þér að góðu, skálk- urinn Edvarð!« Edvarð lét sem hann heyrði ekki við- urnefnið, sem Albert gaf honum, en svaraði rólega: »Þetta máltæki á ekki við í þessu sambandi. Þú talaðir svo hátt hér á víðum veginum, að þú verð- ur að sætta þig við, þó fleiri heyrðu ill- mæli þín en :sá, sem með þér var. Þú kallaðir mig betlikind. Faðir minn er að vísu fátækur og verður að leggja mikið á sig, til að geta séð fyrir okkur öllum, en þó hefir honum tekist það svo, að ekkert okkar hefir enn þurft að fara á vergang. Og þó fátæklingurinn verði að berjast áfram með hnúum og' hnefum gegn neyðinni, þá er það eng- in smán fyrir hánii. Skilurðu það?« »Þetta var nu meiri ræðan,« svaraðí Albert háðslega. »Þér tekst, ef til vill, að sannfæra sjálfan þig um, að lóslitni frakkagarmurinn þinn sé þér líka til sæmdar?« »Svei, Albert, þú ættir að skammast þín!« sagði Hinrik þá æfur. »Láttu hann segja það,. sem honum sýnist, Hinrik,« sagðí Edvarð, með tár- in í augunum. »Hann eltír mig á rönd- um með óvild sinní, og veít ég þó ekki né skil, hvað ilt ég hefi gert honum, Ég skyldi heldur ekki nú hafa svarað smánar-orðum hans, ef mér hefði ekki fundist orðið »betlikind« skerða heiður föður míns, því ef ég ætti það nafn með réttu, þá væri það hans sök.« Albert svaraði þessu engu, en rak upp ógeðslegan hlátur. Hann var hinn ánægðasti yfir því, að hafa getað sært skólabróður sinn, er honum var svo meinilla við. Edvarð horfði á hann lengi með sorg- bitnu augnaráði. Því næst hraðaði hann hryggur för sinni heim í fátæklega heimilið sitt. ,En Hinrik sneri af veg- inum, inn á hliðargötu, því framkoma Alberts hafði vakið fullkomna fyrirlitn- ingu á honum og hann einsetti sér, að sneiða hjá félagsskap hins illa innrætta drengs framvegis. Einn daginn höfðu eldri skóladreng- irnir ákveðið og undirbúið kapphlaup í skólagarðinum. I síðustu kenslustund- inni, áður en þetta átti að fara fram, hafði Edvarð hlotið sérstök lofsyrði kennara síns fyrir það, hve vel hann kynni námsgreinarnar sínar, en slík lofsyrði frá kennara voru mjög fágæt, og þótti drengjunum því mikils um vert, er einhver hlaut þau.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.