Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Síða 6

Ljósberinn - 06.05.1933, Síða 6
110 LJÖSBERINN & m Satja eftir GuÖi:unu Cáiíusdoiiur, vi4uí> fyrlr ---^ LÍQsbei „líjOSUcraím' »Jæja, Rúna mín!« sagði Soffía, þeg- skrifstofuhurðin hafði lokast á eftir frúnni. »Pá skulum við nú taka til starfa.« »M'ig langar ekkert til að hátta strax,« svaraði Rúna raunamædd. »Veðrið er svo gott og allir krakkar eru úti að leika sér.« »Það stendur nú á sama,« svaraði Soffía. »Úr því hún frænka þín hefir sagt það, þá verður það svo að vera, hvernig sem okkur lí'kar það.« Soffía klappaði á kinnina á Rúnu litlu. »Eg segi þér kanske sögur eða gef þér á skipi, stundum þykir þér það nú gaman, — líka getum við sett í horn, getið gátur og kveðist á. — Við þurf- um ekki að láta okkur leiðast, Rúna mín. Það er hægt að gera sér margt til gamans, annað en að ólmast úti.« En raunablærinn á andliti Rúnu litlu hvarf ekki, hvernig sem Soffía reyndi til að tala um fyrir henni. Rúna litla var háttuð í hvíta rúmið sitt fallega; það var búið svo mjúkum og fögrum koddum og dýnum, að vel hefði verið kóngsbarni sæmandi, og þeg- ar Rúna litla var komin í skósíðan hvít- an silkináttkjól, var hún alveg eins og prinsessa í æfintýri. En þegar blessuð kvöldsólin sendi nokkra sumargeisla inn til hennar, til þess að leita að bláu augunum hennar og hýra brosinu, þá fundu kvöldsólin sendi nokkra sumargeisla inn til hennar, til þess að leita að bláu aug- unum hennar og hýra brosinu, þá fundu þeir ekki brosið og bláu augun voru full af tárum! Og geislarnir vildu fyr- ir hvern mun þerra tárin og vekja bros- ið að nýju. Þeir vöfðu að sér hvíta rúmið fallega, þeir kystu gyltu lokkana á dúnsvæflinum, þeir vermdu tárvotu brárnar. Þeir vörpuðu vorbirtu og vor- yl inn í snotra herbergið og vöfðu um það bjarma kvöldroðans, svo það varð eins og ofurlítil gullborg. En Rúna litla kom ekki auga á geisla- hjúpinn, sem kvöldsólin klæddi herbergiö hennar í. Hún grúfði tárvott andlitið of- an í svæfilinn, þegar Soffía kom mn meö kvöldverðinn hennar, snyrtilega fram- reiddan á dúkuðum skutli. »Jæja, góða mín,« sagði Soffía glað- lega. »Hér kemur nú maturinn. Gerðu svo vel! ®g steikti eggið þitt núna, og smurði góða kexið með glænýju smjöri, sem við vorum að fá úr sveitinni. Seztu nú upp, elskan, og farðu að borða. Ég sleppi þér við hafragrautinn í kvöld. en hérna er nóg nýmjólk handa þér með matnum, og svo færðu stóra app- elsínu á eftir matnum. Heldurðu að það sé notandi, Rúna mín?« En Rúna svaraði fáu til. Þegar hug- urinn er þungur, verður tungan þögul. Hún settist að vísu upp og tók við matnuin, en matarlystin virtist vera óvenjulega lítil.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.