Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 16
120 LJOSBERINN ljós og organtónar á móti oss. Og inn- an skamms hljómaði sálmurinn: »Vor Guð er borg á bjargi traust« á sænsku, finsku og norsku. Að því loknu talaði presturinn og sagði okkur frá sunnudagaskólanum, sem haldinn væri í þessari fögru kirkju. Þriðju nóttina er lestin enn að bera oss áfram og að morgni erum við aft- ur komin til Helsingfors (Helsinki). ------------- Heima. úti beljar regn og rok. Við rok-hviðurnar hristast rúðurnar, þó þær í raun og veru stu fastar I gluggagrindunum. Alt virðist ætla um koll að keyra. — En inni logar í ofnin- um. Þægilegur ánægju-ylur fer um mann, þegar manni líður vel heima og lætur hug- ann reika víða. Hugurinn, hann reikar til þín, litli vinur minn, og hann hugsar um, hvort þér líði vel, hvort þú sért í hlýju, hvort þú sért inni og hvað þú hafir fyrir stafni, — hvort þú sért h e i m a, heima hj.á pabba og mömmu, og hvort þú kant að meta heimili þitt. Eitt kvöld, fyrir skömmu, fór ég niður í bæ klukkan að ganga 11. Þá sá ég tvo litia drengi vera að leika sér. Ég talaði ekki við þá I það sinn, en ég geri það seinna. En nú skulum við athuga heimili þessara tveggja drengja. Annar drengurinn á drykkjumann fyrir föð- ur. Veslings drengurinn. Ef þú ert svo óham- ingjusamur, eins og hann, þá biddu Guð að styðja þig og beina föður þínum n rétta braut. En ef þú ert svo hamingjusamur, að heimili þitt sé laust við áfengisbölið, þá þakkaðu Guði fyrir það og biddu hann að hjálpa þeim, sem hafa lent í öhamingjunni. En hinn drengurinn, hann á ríka móður, sem býr í stóru og skrautlegu húsi. Af hverju er hann ekki heima? Heima hjá honum er þó ekkert að hræðast. Þar er enginn ölvaður maður, viti sinu fjær, sem segist vera pabbi hans og lemur hana, sem drengurinn elskar, — lemur móður hans. H e i m a. Það eru margir, sem ekki hafa vitað hvað æskuheimili þeirra var þeim, fyr en það var þeim horfið. Það eru altof margir, sem ekki kunna að meta heimili foreldra sinna, heimilið sitt, og hafa viljað svifta al' sér öllum »böndum« heimilisins og fara sinna eigin ferða. En það hefir oft hefnt sín iila. Vinur minn, haltu þér þess vegna að heirn- ili þínu og hafðu það i heiðri. lljálpaðu :ror- eldrum þinum. Hafðu í heiðri ráð þeirra þá mun þér vegna vel. A. G. | HEILABROT. mmmik s * EAÐNING á Iiellabrotuiu í 8. hlaði. Réttar ráðningar sendu: Mar- 30 grét S. Halldórsdóttir, Blóm- 30 vallagötu 10, Dóra Halldórs- 30 dóttir, Blómvallag. 10, Sverrir ‘>n Vilbergsson, Haðarst. 4, Magn- ús Pálsson, Frakkast. 17, Krist- ín Magnúsdöttir, Sauðagerði B, Guðlaug Jóns- dóttir, Grettisgötu 53A, Sigurlaug Gísladóttir, Hofstöðum, Páll H. Pálsson, Austurstræti 14, Jöhanna Baldvinsdóttii', Bræðraborgarst. 23, Arni Sigurðsson, Lindargötu 3, Ingólfur Sig- urbjörnsson, Bárugötu 23, Anna Sigurbjörns- dóttir, Bárugötu 23, Svanhvít Stefánsdóttir, Nýjabæ Garðahverfi, Sæmundur B. Elinmund- arson, Sandi. 9 \ 6 7 8 7 j 9 8 o 0 \ 8 9 7 8\7 6 9 30 30 30 30 A A A A • A A A A Á B F F F F H H HHHHINNNN R R R R R R S T T T U U V VÆ Æ Þessa stafi á að færa þannig til, að efst verði samhljóður, þá sjór, dýr, bær, vatn í Kjósarsýslu (og er það jafnframt lengsta lín- an ofan frá niður eftir), snyrtiefni, fugl, matur, samhljóður. G r í m u r. Um bíistaðaskifti eru menn beðnir að gera afgreiðslunni aðvart. — Sími U200. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.