Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 111 Soffía tylti sér á rúmstokkinn. »Hvort á ég svo heldur að segja þér söguna af henni Mjaðveigu Mánadóttur eða honum Hlini kongssyni?« »Mér er alveg sama,« svaraði Rúna dræmt. »En heldurðu að ég fái að fara út á morgun?« »Ot á morgun!« hrópaði Soffía, »Pví þá ekki það? Pú skalt auk heldur fara snemma á fætur á morgun, ef veðrið verður gott, — kannske þú fáir líka að sækja með mér mjólkina í fyrramálið.« »Ég er svo voða hrædd um að ég fái ekki að fara neitt út á morgun,« sagði Rúna litla og stundi við. »Ekki þarftu að óttast það,« sagði Soffía. »Af hverju ertu svona hrædd um það?« »Af því hún frænka varð svo reið við mig vegna þess að ég lét hann Pésa fara í fötin mín — — hú- n sa—gði að ég mætti al -drei koma til henn - ar Lott—u oftar,« stamaði Rúna litla hálfkjökrandi. Soffía klappaði henni blíðlega á vang- ann og sagði í gæluróm: »Blessunin litla! Láttu ekki liggja illa á þér. Á morgun verður þetta alt sam- an gleymt, og þú færð að finna Lottu eins og vant er.« »Nei, hún frænka leyfir mér það ekki,« sagði Rúna og starði hugsandi fram fyrir sig. »Hugsaðu þér, Soffía. Hún Lotta, sem ætlaði að sauma svo voða fallegan kjól á gömlu brúðuna mína! Hún sagði að brúðan yrði eins og ný, þegar hún væri komin í kjólinn. — Og Dísa var með ber handa mér. Frænka vildi ómögulega leyfa mér að fá þau hjá henni. — Er ekki von að það liggi illa á mér út af þessu?« Soffía brosti. »Ég gæti sem bezt skroppið til Dísu eftir berjunum fyrir þig,« sagði hún glaðlega, »og þá er nú bætt úr því böli.« »Nei,« svaraði Rúna. »Frænka sagði að berin væru óholl enn þá, og ég mætti ekki borða þau.« »Pau eru auðvitað súr enn þá,« sagði Soffía, »og ekkert varið í þau. Ég skal týna ber handa þér, strax og þau eru sprottin. Ég veit af svo góðum berja- lautum hérna inn með fjöllunum, að ég get fylt stóreflis kassa á svipstundu.« »Má ég koma með þér, Soffía mín?« spurði Rúna litla dálítið hressari í bragði. »Pó það væri nú!« svaraði Soffía. »Við skulum fara snemma á stað og hafa með okkur eitthvert góðgæti, til dæm- is súkkulaði og brjóstsykur.« »Æ, hvað það verður gaman,« sagði Rúna litla og hossaði sér til í rúminu. »En má hún ekki Lotta koma líka?« »Jú, jú, alveg sjálfsagt,« sagði Soffía. »Og Pési litli?« spurði Rúna. »Nei, annars! Hann er svo lítill og ónýtur að ganga, en ég get gefið honum af mín- um berjum, og ég ætla líka að gefa henni Oddnýju ber.« urðu nokkurntíma komið í kofann til hennar, Rúna mín?« mín?« »Nei,« svaraði Rúna, og varð alvar- leg á svipinn. »Frænka segir að ég eigi ekkert erindi þangað.« »Hm — hm — segir hún það,« sagði Soffía. »Mig langar samt að koma þangað,« hélt Rúna áfram og mændi út um glugg- ann. »Ég held hún Oddný sé svo góð. Mig langar til að gefa henni eitthvað.« »Pú gerir það einhvern tíma, Rúna mín,« sagði Soffía. »Ég spái því að þið Oddný verðið mestu mátar. Hún er svo barngóð, aumingja gamla konan. En nú ættir þú að fara að sofa, Rúna mín, svo að þú vaknir snemma í fyrramálið.« »En ef ég fæ ekki að fara á fætur á morgun?« spurði Rúna og nú var röddin orðin undur döpur. »Pað kemur ekki til neinna mála, að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.