Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 4
108 LJÖSBERINN í dag. Betri fylgd getið þið ekki fengið. Fylgið honum á meðan þið eruð börn; fylgið honum, er þið farið að þroskast: já, fylgið honum alla æfi. Þá fáið þið að lokum að fylgja honum inn um perluhliðið, þar sem allir fylgjendur hans safnast saman. Hjálpaðu okkur til þess, Drottinn Jesús! Amen. Á. Jóh. ------------ Kvöldljóð. Nú hvilir yfir hauðri ró, nú hnígur sólin í æginn, og smáfugl sofnar sæll í ró í sveitinni kringum badnn. Sem ungar fugla hreiðri hjá er hópur ástvina fríður. En sá, sem vininn engan á, er einn, er að nóttu líður. Senn hylur nóttin himininn með húmblæju stirndri sinni. Þá lítur munaðarleysinginn til Ijósanna í upphæðinni. Og gegnum himinblæju blá f)á björt á hann augu Guðs stara — hann horfir svo ástblítt himni frá í heiðfögrum stjörnuskara. Því barninu, sem á engan að, sinn engil faðirinn sendir; um hljóða nótt hann huggar það 'í hæðirnar til sín bendir. Og engillinn svífur um það þá, er annað sefur, sem lifir. Sem vaki Guðs englar vöggu hjá, svo vakir hann heimi yfir. B. J. € Blessun frelsarans. Texti: Mark. 10, 13.—16. Minnisvers: Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof (Matt. 21, 16.). Jesús elskar þig, barnið mitt. Hann blessaði þig þegar þú varst borin til hans á skírnarstund þinni. Hefur þú hugsað um, hve dýrmætt það er að eiga kærleika Jesú og blessun hans? Það er perlan, sem þér var gefin á morgni lífs þíns, fjársjóðurinn, sem þú mátt ekki glata. Þar er uppspretta þeirrar gæfu, sem er eilíf. Jesús tók forðum börnin sér í fang og blessaði þau og ávítaði þá, sem í fá- vizku sinni reyndu að hindra þau í því að komast til hans. Og enn í dag er kærleiksfaðmur hans opinn og hann þráir að mega geyma þig þar alla bernskudaga þína, já ávalt og æfinlega. Þú kant þessi vers: ó, Jesú bróðir bezti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera og forðast alt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Þannig ættir þú að tala við Jesú á hverjum degi og biðja hann. Mundu að hann er vinur þinn og vill stöðugt sam- félag við þig. Láttu það vera ósk þína og daglega bæn að blessunin, sem Jesús hefir gefið þér og alt, sem hann lagði í sölurnar fyrir þig, þegar hann kom hingað til jarðarinnar, til þess að líða og deyja á krossinum, beri mikinn ávvöxt hjá þér. Y.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.