Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 16
72 LJÓSBERINN Stlgur slerigdi hattinum upp á snaga. að þvo mér um hendurnar og- greiða mér ofurlítið, svo kem ég«. Dóra gáði í gylltu vatnskönnuna til að sjá„ hvort nóg vatn væri í henni, áður en hún fór út úr herberginu. »Þetta gengur ágætlega«„ sagði Stígur harðánægður, er hann var orðinn einsam- all. Hann bretti ermarnar alveg upp að öxlum og buslaði meðl handleggjunum nið- ur í stóra þvottafatinui; svo að vatnið skvettist í allar áttir. »Þau eru öllsömul ágæt. Þetta hlýtur að blessast þangað til annað kvöld, þegar Elsa kemfur. En þá verður nú svei mér gaman að lifa!« Þegar Stígur hafði þvegið sér og burstað hárið almennilega, gekk hann. hægt og ró- lega gegnum dagstofuna og fleiri herbergi í sömu. röð. Og langt í b.urtu, þóttist hann grilla í borð, sem búið var að leggja á, aft- an við dyratjöld noikkur. Það var sannarlega eitthvað öðru vísi, en hann var vanur að heilmani. Hér var alls- konar sælgæti á borðlum. Hann mælti ekki orð af mpnni, meðan borðað var, og er að ábætinumi kom, ljómuðu í honum augun. Er hann loksins tók að verða saddur, lagði hann hendurnar í fang sér og sagði hrifinn: »En allur sá góði matur, Júlla frænka — æ, fyrirgefðu, Júlía«. Páll og Dóra skellihlóg.u, og Júlía frænka varð líka að brosa. »Það er þá gott, að þér bragðaðisit vel á því, Elsa litla, þú ert ef- laust ekki orðin p.tór af engUi«. Að loknum miðdegisverði var farið að rigna, og börnin urðu því að skemmta sér ilnnanhúss. En er tók að rökkva og dimm- ar regnskúrir fylltu; loftið — þetta var jum miðjan ágúst — kom stúlkan inn, og í sama vetfangil varð glóbjart í stofunni. Stígur rak upp stór augu. og litaðist um. »Hvað var þetta, hvernig varð svona bjart allti í einui?« »Kp,midu hingað, Elsa, og snúðix snerl- inum þeim arna!« Stígur sneri, og í sama vetfangi, varð koldimmt. Hann sagði steinhissa: »En hvao í ósköpunum gerði ég núna?« »Snúðu aftur!« sagði Dóra hlæjandi, og bjarta ljósið kom þegar aftur. »Þetta er alveg eins og í ævintýrunum, pg öll ljósin uppi undir loftinui eru eins og blóm. Páll, hefirðu nokkurn tíma lesið um dreng, sem hét Aladdín?« »Ætli ekki það, og nú heldurðu, að þú sért í hellinum hjá töframanninum Nour- eiddín?« »Já«, sagði Stígur hlæjandi, »en samt er ég bara hjá Júlíu frænku og ykkur, og þetta þklega rafljós?« »Já, það er það ... hefirðu gaman af að spila damrn, Elsa?« »Æ, spilaðu, endilega við hann«, hrópaði Döra, »annars gerir hann alveg út af við mig, en mig langar svo til að lesa, ég er komin út í miðja bók, sem er svo ákaflega skemimtileg«. »Mér þykir fjarskalega gaman að spila damm«, sagði Stígur; »Þú ert hreinasti engill«, sagði Páll hrif- inn, »að hugsa sér, þú spilar damm og klifrar upp ljósastaura —«. Dóra leit hálf smeyk á móður sína, en hún virtist ekki

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.