Ljósberinn - 01.05.1941, Page 3

Ljósberinn - 01.05.1941, Page 3
21. árg. 5. tbl. maí 1941 í gullnu skýi hann til himins Líður, að hástól Drottins, langt í burt frá jörð. Þar englaskari fagnar honum fríður og fagra syngur honum þakkargjörð. Og soninn kcera faðmar faðir blíður, er frelsta sá nú barnahjörð. Og Jesús settist guðs við hœgri hönd og hóf að ríkja’ um gjörvöll jarðarlönd. »Hví standið þér og starið út í geiminn, nú stiginn Drottinn er í himininn; en aftur kemur hann að dœma heiminn, með hátign, dýrð og völdum annað sinn. Af dýrð hans sjáið þér nú aðeins eiminn, en aftur mun hann birta guðdóm sinn. Og liuldir dýrðar heimar opnast þá, er hér á jörð þér fáið ei að sjá*. En lærisveinar eftir standa’ og stara með stórri undrun lofts í bláan geim, Þeir sáu herra sinn til himins fara og sjónum hverfa burt frá þessum heim. En tveir af Drottins dýrum englaskara í dýrðarskrúða stóðu np hjá þeim, — sem Ijósastjakar altari guðs á, — og unaðsrómi mœltu svo við þá: Og sveinar Drottins gengu burtu glaðir og gleymdu ei því, sem englar sögðu þeim, að hann, sem býr á bah við stjarna raðir, mun birtast aftur skýrt í þessum lieim. Þeir hófu morgun-sönginn sanntrúaðir, og sungu guði lof með blíðum hreim. 1 grasi’ og augum glóði döggin hrein og gleðisól um loft og augu skein. (V. Br. Biblíuljóð).

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.