Ljósberinn - 01.02.1957, Qupperneq 13

Ljósberinn - 01.02.1957, Qupperneq 13
Á ÆVINTÝRAFERÐ I EÞIÓPÍU Vramhaldssaga sú, sem nú hefst í Ljósberan- um, er eftir sœnskan höfund og hlaut verö- laun í samkeppni, sem stórt bókaforlag þar í landi efndi til, um beztu barnabækurnar. Sagan er spennandi og á köflum ákaflega œvintýra- leg. Systkinin Steinn og Birgitta fara meö flug- vél til foreldra sinna, en þau eru kristniboöar í Afríku. Ekki spillir þaö, aö sagan gerist í Eþíóplu, ekki fjarri Konsó, þar sem íslenzku kristniboöarnir starfa. — Höfundurinn tekur þaö fram, aö kristniboösstööin Erso er hvergi til í raun og veru, og Steinn og Birgitta og for- eldrar þeirra hafa aldrei verið til. En þaö eru til aðrar kristniboösstöövar nákvœmlega eins og Erso, og margir kristniboðar hafa lent í viö- líka erfiöleikum og hér er lýst. Ólafur Ólafsson kristniboöi hefur þýtt söguna. Lagt upp í langferð. Dyrunum var lokað að utan. Flugvélin rann út á flugbrautarenda, sneri þar við og stað- næmdist. Hreyflarnir voru þó í gangi. Þeir hömuðust með ógurlegum hávaða. Sumir far- þeganna ókyrrðust í sætum sínum. Birgitta sneri sér óttaslegin að Egon frænda, en hann brosti aðeins. — Vertu óhrædd. Þeir eru að prófa hreyfl- ana. Við förum að leggja af stað. Þau sátu saman systkinin, Steinn og Birg- itta, og horfðu út um gluggann hjá sætinu. Vélin þeyttist af stað. Þeim sýndist jörðin undir þeim fara að hreyfast, renna með æ meiri hraða — og sökkva. Auðvitað vissu þau, að það var flugvélin, sem hreyfðist, hækkaði flugið og fjarlægðist jörðina, þó að þau hefðu ekki tilfinningu af því. Egon frændi var í næsta sæti við þau. Hann var verkfræðingur og hafði fengið stöðu í Eþíópíu, en þangað var ferðinni heitið. Birg- itta og Steinn urðu honum samferða. Þau voru að fara til foreldra sinna, sem voru kristniboðar í Eþíópíu. Á þriðja degi voru þau komin til Addis Abeba, höfuðstaðar Eþíópíu. Flugvélin hafði komið við í Egyptalandi á leiðinni suður ^framhaldiia^a ejlir féengt lfl/}arlluncl þangað. Farþegarnir höfðu komið á bak úlf- öldum og fengið sér reiðtúr til pýramídanna. Lengi sást til Nílar úr flugvélinni. Beggja megin fljótsins var gróðurbelti, nokkurra kílómetra breitt. Þá tók skyndilega fyrir allan gróður, og sást ekkert annað en gullbrúnir sandskaflar endalausrar eyðimerkur. Flugvélin hjó lítið eitt, um leið og hún snerti flugvöllinn í Addis Abeba og hægði á sér. Steinn og Birgitta störðu út um gluggann, horfðu ákaft í átt til flugskýlisins. Þau bjugg- ust við, að mamma og pabbi væru þar til að taka á móti þeim. Sú von gat ekki brugðist. — Hugsaðu þér, ef við þekkjum þau nú ekki aftur! sagði Birgitta. — Heldurðu kannski, að við þekkjum þau ekki, hvæsti Steinn. Auðvitað þekkjum við þau. Það eru ekki liðin nema tvö ár síðan þau fóru. Þau hafa ekki breyzt mikið á þeim tíma. — Já, en það er ekki víst, að þau þekki okkur. Við höfum stækkað svo mikið, sagði Birgitta. Um leið og flugvélin staðnæmdist, streymdu farþegarnir til dyranna. Birgitta gleymdi í sæti sínu hatti og kápu og smeygði sér fram að dyrum, berhöíðuð með flaksandi hár. Mað- ur í einkennisbúningi hjálpaði henni út og niður stigann. Hún horfði í kringum sig, en kom hvergi auga á foreldra sína. Þeir, sem hún sá, voru allir ákaflega hörundsdökkir. Farþegarnir hröðuðu sér inn í flugskýlið. Ef til vill voru foreldrar hennar þar? Birgitta vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera. Þá var tekið í hendina á henni. Þeir voru komnir með farangurinn þeirra, Steinn og Egon frændi, og nú leiddi hann hana inn í stóra, hvíta skálann. — Halló, hrópaði einhver. — Mamma! Pabbi! Þarna stóðu þau bros- andi. Þeim fannst pabbi þeirra vera talsvert LJ Ó S 0 i: R I N N II

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.