Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 4
Að lokum kom dagur reikningsskilanna, sem hann hafði kviðið svo mikið fyrir. Hann sat úti á svölunum í döprum hugsunum, þeg- ar skrifstofudyrnar voru opnaðar, og faðir hans kallaði á hann. Vilhjálmur fékk mikinn hjartslátt, og ó- styrkum skrefum gekk hann inn á skrifstof- una. Þar stóð faðir hans. Án þess að mæla orð af vörum rétti hann honum bréf. Allt hring- snérist fyrir augum drengsins, þegar hann sá undirskrift kennarans. Bréfið var stutt. Kenn- arinn óskaði aðeins eftir viðtali við föður Vilhjálms. — í langan tíma hef ég orðið þess var, að eitthvað amaði að þér, sagði faðir hans. Segðu nú bara sannleikann. Hann var mjög alvarlegur í bragði, svo að Vilhjálmi féll allur ketill í eld. Stamandi ját- aði hann þó allt. Og að síðustu gat hann ekki varizt gráti, þó að stór 12 ára drengur tárist venjulega ekki í viðurvist annarra. Alvörusvipurinn á andliti föður hans jókst, er á frásögnina leið. Þegar Vilhjálmur hafði lokið hinni raunalegu játningu, stundi faðir hans þungan og sagði hryggur á svip: — Við þessu hafði ég aldrei búizt af þér, Vilhjálmur. Nú skaltu fara. Ég þarf að vera einn. Með augun full af tárum skreiddist dreng- urinn upp í herbergið sitt og lagðist ofan á rúmið. Hann iðraðist af öllu hjarta svika sinna, en nú var það um seinan. Timinn leið. Enginn kom upp til hans. Ekki var heldur kallað á hann, þegar kvöld- verður var framreiddur. Hann var einn og yfirgefinn. Enginn kærði sig um hann. Ekki pabbi né mamma og ekki heldur Guð. Hann heyrði, að systkini hans fóru að hátta, aðeins fullorðna fólkið var enn á fótum. Vil- hjálmur gat ekki sofnað. Hann bylti sér óró- legur til og frá í rúminu. Nú heyrði hann, að einhver kom upp stig- ann. Hann þekkti fótatak föður síns. Hærra og hærra kom hann, alla leið upp á loft, þar sem herbergi systkinanna voru. Vilhjálmur titraði af ótta. Pabbi kom aldrei inn í her- bergið hans, nema eitthvað sérstakt væri á seyði. Nú átti að kveða upp dóminn. — Sefurðu? spurði faðir hans lágt um leið og hann kom inn. Og þegar hann sá, að son- 124 r------------------—-------------------- Bezta fyrirmyndin Minn Jesú blíður bróðir er og bezti vinur minn. Hann leiðir mig og lýsir mér. Það lán ég mesta finn. Hann var svo' blíður, bjartur, hreinn og bjó hér laus við synd, því verða mun hann ávaillt einn vor æðsta fyrirmynd. Minn Drottinn Jesú, dvel hjá mér,r þá dýrðlegt Ijós mér slán. Mig langar til að líkjast þér og læra orðin þín. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. _____________________> ur hans var vakandi, gekk hann alla leið inn að rúminu, lagði hönd sína á enni hans og sagði: — Ég er viss um, að þér líður nú miklu bet- ur, þegar þú ert búinn að játa allt, hjartkæri drengurinn minn. Svo beygði hann sig niður, kyssti hann á ennið og gekk út eins hljóðlega og hann kom. Vilhjálmur lá hreyfingarlaus í nokkrar mínútur áður en hann gat áttað sig á, hvað gerzt hafði. Pabbi hafði fyrirgefið honum. Hinn hörmulegi atburður var gleymdur. Nú gat hann að nýju horfzt í augu við foreldra sína og einnig spennt greipar og lesið kvöld- bænina eins og áður. Glaðari drengur en Vilhjálmur þetta kvöld hefur tæplega verið til. Upp frá þessu skipti hann alveg um og rækti nám sitt vel, enda bar einkunnabókin hans þess ljósan vott. Seinna las hann guðfræði. Og nú er hann einn af bezt þekktu þrestum Þýzkalands. Margt fólk á Norðurlöndum kannast líka við hann, æskulýðsprestinn, Vilhjálm Busch frá Essen. LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.