Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 10
JDHAN LUNDE, BI5KUP: Verið sterk í Drottni | ------^--------------- Ef 61D Kæru börn! Það er eitt, sem öll börn, bæði drengir og stúlkur, leggja mikið kapp á, en það er að verða reglulega sterk. Og það er prýðilegt. Það er gott að hafa sterkan líkama. Það gleður mig því, að orðin, sem ég flyt ykkur í dag frá Jesú, eru einmitt um þetta, að vera sterkur. Þau hljóða svo: Verið sterk, og svo bætir hann við: í Drottni. Jesús vill þá, að þið verðið sterk, bæði drengir og stúlkur. En hvað haldið þið, að hann eigi við með því að segja ekki aðeins: verið sterk, heldur segja líka: verið sterk í Drottni? Það er eins og hann sé ekki fullkomlega ánægður með, að þið fáið aðeins sterkan lík- ama. Það er að vísu ágætt. En það hlýtur að vera eitthvað, sem er enn betra, af því að hann segir: Verið sterk í Drottni. Já, sannarlega! Það kemur víst alltof oft fyrir, að það stoðar ekki neitt, hversu sterkan og hraustan líkama við höfum. Ég þekkti eitt sinn mann. Hann var svo sterkur að það var leikur fyrir hann að bera heilan mjölpoka úr bátnum og upp á bryggj- una. Ég held næstum, að hann hefði komizt með tvo í einu. Og þá er maður víst sterkur. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! En þegar þessi sterki maður átti að fara heim til konu sinnar og barna á kvöldin, kom oft fyrir, að hann mætti einhverjum félaga sinna, sem kölluðu á hann og sögðu: „Komdu með okkur, þú skalt fá ærlega í staupinu“. En þá var hann ekki sterkari en það, að hann fór með þeim og kom svo fullur heim. Og það var engin gleði, hvorki fyrir konuna né börnin né sjálfan hann, því að í hvert sinn hafði hann lofað konu sinni, að nú 'skyldi hann hætta drykkjuskapnum. Það hjálpaði honum lítið nú, þótt hann væri svo sterkur, að hann gæti borið tvo mjölpoka. En ef hann hefði verið sterkur í Drottni, þá hefði hann staðist. Já, stundum getur það beinlínis verið til ógæfu, að hafa sterkan líkama. Það fer eftir því, hversu og til hvers maður notar styrk- leika sinn. Noti maðurinn styrkleika sinn til að ræna og myrða, þá er vissulega betra bæði fyrir hann og aðra, að hann hefði ehgan styrk- leik haft. Það er prýðilegt, að hafa sterkan líkama, ef maður aðeins notar styrkleikan sinn til þess, sem gott er og rétt. Því er það, að það er ekki nóg að hafa bara sterkan líkama. Ef það á að verða okkur til gagns og gleði, þá ekki látið sitja við það eitt, að yfirvinna sína eigin líkamlegu ágalla, heldur hefur hún helg- að líf sitt skriftum, fyrirlestr- um og ferðalögum til þess að hjálpa öðrum til að ná sama árangri. Öllu því fé, sem þessi starfsemi gefur í aðra hönd, er varið í þágu blindra. Eina tak- mark hennar í lífinu er að hjálpa öðrum til að ná sama ár- angri. Allur heimurinn varð vettvangur starfs Helenar Kell- er. Að beiðni fjölmargra ríkis- stjórna, auk yfirvalda hennar eigin lands, hefur hún ferðast um flestar heimsálfurnar og hvarvettna lagt á ráðin og hrundið í framkvæmd kennslu fyrir vanheila og skilið eftir sig nýja skóla, prentvélar og vinnustofur fyrir blinda. Ekki getur hún til þess hugsað að draga sig í hlé. — Á þessu ári hefur Helen Keller ferðazt um Norðurlönd og Svissland til þess að ráðgast við stjórnar- fulltrúa þeirra landa um ýmiss vandamál í sambandi við blindrastarfsemina. Eisenhow- er forseti sendi henni þá orð- sendingu: „Það er uppörvandi að sjá yður leggja af stað með svo góðum hug til hjálpar van- heilum án tillits til þjóðernis þeirra, trúar, hörundslitar og ættlands." — Helen Keller, sem nú er orðin 77 ára gömul, en enn athafnasöm svo undrum sætir og beinir starfi sinu stöðugt að uppbyggingu þeirra, sem hrjáð- ir eru. Hún hefur lokið upp hamingjurikari og bjartari heimi fyrir þúsundum fólks, sem fætt var til þess að lifa lífi sínu í myrkri. — Engin kona hefur.lagt stærri skref af mörkum til til mannlegs vel- farnaðar en Helen Keller. ENDIR. 130 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.