Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 13
Á ÖLDUM HAFSINS að lána ykkur band, ef þið viljið reyna að síga. Steinn var ekkert hræddur við þennan mann, en hann var reiður honum og kreppti hnefana niðri í buxnavösunum. Abebe -lét sem hann heyrði ekki. Hann var uppstökkur að eðlisfari, en nú reið á að láta ekki á neinu bera. Hann gleymdi því ekki, að þeir voru fangar vondra manna. Drengirnir fóru til kofans síns. Þeir voru báðir ákaflega þreyttir. Steinn vildi, að þeir færu strax að sofa. Abebe leit til skýjanna og sagði, að líklega yrði rigning. Kofadyrn- ar voru svo lágar, að þeir urðu að skríða inn um þær. Vondan þef lagði á móti þeim, en þeir vöndust honum smóm saman. Það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti. Nóttin er köld uppi á háfjöllunum. — Eftir örskamma stund voru drengirnir sofnaðir. Það var langt síðan flærnar í hálminum höfðu fengið svona góða heimsókn. Og dreng- irnir lágu hinir rólegustu meðan þúsund smá- flær sugu úr þeim blóð, þangað til þær höfðu fengið nægju sína. Svartur eða hvítur. Það var orðið niðdimmt, en klukkan þó ekki nema sjö um kvöldið. Lágskýjað var og mikil rigning á fjallinu. Steinn húkti inni í kof- anum, þar sem minnst lak og skalf af kulda. Hann varð var við, að einhver kom inn í kof- ann. Það var þá Abebe. Hann hafði verið úti í könnunarferð. Hann settist við hliðina á Steini, sem þá tók nú eftir því, að hann var rennvotur. — Hann er kominn, hvíslaði Abebe. — Hver er kominn? — Belatjo er kominn. Og með honum kornu þeir, sem fóru með honum í bílnum. Steinn rauk upp úr sæti sínu. — Kom hann með peningana? — Já, hann kom með þrjú þúsund dali. Abebe sagði þetta ekki með eins mikilli hrifningu og Steinn hafði búizt við. Hann settist aftur. — Við fáum þá að fara heim? Það er auð- vitað of dimmt núna. — Nei, við fáum ekki að fara. — Hvað ertu að segja? Þú sagðir, að hann hefði ko.mið með peningana, þrjú þúsund LJÓSaERINN Gontlólar í Feneyjum. Þú hefur heyrt um Feneyjar, borgina, þar sem siglt er á bátum eftir „götunum". Þar eru enn þann dag í dag notaðir bátar eins og rnyndin sýnir. Þeir nefnast gondólar og eru oft mjög skrautlegir „og hin ævintýralegustu farartæki. Þeim er róið eða stjakað áfram af bátsstjóra, sem stendur á palli aftur í bátn- um. Á miðjum bátnum er farþegarýmið. Er oft tjaldað yfir það, og rúmar það 4—6 far- þega. dali. Hvernig ætli, að pabbi hafi farið að út- vega alla þá upphæð. — Belatjo hafði meðferðis þrjú þúsund dali og afhenti rænin}gjaforingjanum. Ég lá í leyni fyrir utan koíann og heyrði livert orð, sem talað var. Þetta var vel af sér vikið, sagði íoringinn. Þér skal verða launað. En auðvit- að sleppum við ekki strákunum. Þeir mundu koma upp um okkur, vísa fjandmönnum okkar á okkar ágæta felustað. Þeir verða hér í haldi fyrst um sinn. Við sjáum svo til hvað við gerum við þá. Steinn hlustaði sem þrumulostinn. Hann fór allt í einu að gráta, hann gat ekki að því gert. Tárin streymdu niður kinnarnar og blönduðust regndropunum. Þetta voru hræði- leg vonbrigði. Hann hafði hlakkað til þess að þeim yrði sleppt, þegar Belatjo kæmi. Og hann var farinn að langa til að komast heim til Ersó sem allra fyrst. Nú var Belatjo kominn, samt áttu þeir ekki að fá að fara. Ræningjarnir höfðu fengið pen- ingana, en ætluðu að svíkjast um að halda lof- crð sitt um að láta þá lausa! Hvernig stóð annars á þessu með Belatjo? 133

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.