Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 11
verðum við einnig að vera sterk í Drottni, svo að við getum stjórnað kröftum okkar rétt. Annars getur svo farið, að því sterkari sem við erum því meira illt getum við gert. Sterk í Drottni — Já, hvað á Jesús við með þessu? Hann á við það, að þú skulir verða svo sterkur, að þú getir sagt nei, þegar freisting- ar mæta þér og þig langar til að gera eitt- hvað, sem þú veizt, að er ljótt og syndsam- legt. . Sterkasti maðurinn, sem nokkru sinni hef- ur lifað hér á jörð, er Jesús. Hann var svo sterkur, að hann sagði alltaf nei við freist- arann vonda, alla tíð frá því hann var lítill drengur. Og þess vegna var hann svo sterkur, að hann gat borið allar heimsins syndir. Syndin er þyngsta byrðin, sem borin er hér á jörð. Þið munið söguna af því, er hann lá á hnjám sínum og sviti hans varð sem blóð á Getse- manegarðinum, og þegar hann hrópaði: „Guð minn, Guð minn, því hefur þú yfirgefið mig!“ Hann var sterkari en öll pína og kvöl, já hann var sterkari en dauðinn. Þess vegna varð hann frelsari okkar. Og nú geta allir menn, sem vilja, verið með honum og frels- ast frá hinu illa og syndsamlega valdi, sem fjötrar þá, og verið svo sterkir í Drottni, að þeir geti líka sagt nei, þegar freistarinn vondi sækir að þeim. 0, hve ég vildi, að þið öll drengir og stúlkur. mættuð verða st.erk í Drottni! Það þarf mikla æfingu til þess, og það er einungis hægt að læra af Jesú. Það er með þetta eins og greinarnar á tré, segir Jesús. Safinn frá stofninum sogast út í greinarnar, hvern minnsta sprota, svo að hann fær hlutdeild í lífi stofnsins. Við erum eins og greinarnar á þeim trjá- stofni, sem heitir Jesús. Hann lætur sitt sterka lífsmagn streyma til okkar, svo við getum orðið nógu sterk til að segja nei við freistarann vonda. Ég hef þekkt marga drengi og stúlkur, sem hafa verið sterk á þennan hátt. Ég man eftir unglingsstúlku, sem strákur einn réðist á og ætlaði að kyssa. — Slepptu mér, — æpti hún og gaf hon- um utanundir svo hressilega að strák svim- aði. Það var vel af sér vikið við slíkan rudda. En ég hef einnig þekkt marga, sem ekki voru sterkir í Drottni. Drengur, sem ég þekkti, varð einu sinni svo reiður við móður sína, að hann henti skónum sínum á eftir henni af því að hann fékk ekki það, sem hann hafði beðið um. En þegar hann sá, hve móðir hans varð hrygg, iðraðist hann, og er hann var háttaður um kvöldið, kom móðir hans inn til hans og þau báðu saman um, að hann gæti lært að stjórna hinu vonda skapi sínu. Og það bar árangur. Hann varð góður drengur síðar meir. Því vil ég í dag biðja ykkur um þetta: Verið sterk í Drottni! Ekki bara sterk í aflraunum, íþróttum og þess háttar — ég veit þið viljið vera það — en sterk í Drottni, svo að þið getið sagt nei, þegar þið mætið freistingunum. Biðjið um það á hverjum degi og æfið ykkur kostgæfilega. Enginn verður meistari nema hann æfi sig. Og þegar þið hafið ekki reynzt nógu sterk þá munið eftir drengnum. sem henti skónum sínum og gjörið það, sem hann gjörði. Biðjið fyrir ykkur og þá lagast allt aftur og þið getið byrjað nýtt líf og betra aftur. Þið verðið þá alltaf sterkari og sterkari eftir því sem árin líða, ef þið eruð í skóla hjá honum, sem er sterkastur allra: hjá Jesú. Litlir menn í Afríku Inni í Afríku í hinum miklu skógum við mið- baug jarðar búa pygmenn. Lönd þeirra ná frá Kamerun til vatnanna í Belgísku Kongó. Er áætlað, að þeir séu um 100 þús. að tölu, eða nokkru færri en Islendingar. Fullvaxinn pygmaður er að meðaltali undir einum og hálfum meter á hæð, en hann er hug- rakkur veiðimaður, góður söngmaður og segir skemmtilegar sögur. Pygmenn eru ekki negraættar. Þeir eru af gulum þjóðflokki, sem endur fyrir löngu hefur komið frá Asiu. Þeir eru ólikir nágrönnum sín- um í því, að þeir eiga aðeins eina konu og trúa á einn guð. Þeir skipta varningi við nágranna sína, negr- ana, en hafa að öðru leyti engin samskipti við þá. Pygmenn kunna ekkert til jarðyrkju og þekkja ekki málma. Þeir lifa á dýraveiðum, en auk þess safna þeir ávöxtum og ýmsu góð- gæti svo sem rottum, músum, sniglum, lirfum og bjöllum. Þeir eiga aðeins eitt húsdýr og það er hundurinn. LJDSBERINN 131

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.