Ljósberinn - 01.06.1960, Side 13

Ljósberinn - 01.06.1960, Side 13
IIANN VAR HLÝÐINN Val11’ V’ Snævarr enauráacjdi Sagan er um hinn þekkta prest, Friedrich von Bodelschwing, sem var heimsfrægur maður fyrir starf sitt meðal fátæklinga, at- vinnuleysingja, fatlaðra og vangefinna manna. Fyrir seinústu aldamót kom hann á fót stofnunum, sem önnuðust um þetta fólk. En sagan, sem hér verður sögð, er frá bernsku- dögum hans. Fritz ólst upp á stórum búgarði við stór- fljótið Rín. Þann búgarð átti faðir hans. Stói’- býli þessu tilheyrði stór garður. Umhvei’fis hann var há múrgirðing. Fritz litli fékk oft að leika sér í þessum garði með eldri syst- kinum sínum. Þeim þótti alveg sérstaklega gaman að leika sér þar á haustin. Þá var þeim leyft að borða eins mikið af ávöxtunum, sem uxu þar, eins og þau vildu. Hlið var á girðingunni inn í garðinn með Þá þurrkaði Pétur sér um augun og sagði: — Og þegar ég er orðinn reglulega stór, ætla ég að ferðast langt, langt í burtu, þang- að sem svörtu börnin oru, og segja þeim frá Jesú. Og nú fengu pabbi og mamma tár í augun, þegar þau heyrðu hvað hann Pétur þeirra var að bollaleggja. Nú var Pétur farinn að ljóma eins og sólin og fór að segja pabba og mömmu, hvað kenn- arinn hafði sagt um negrana í Afríku. Hann sagSi, að þeir gætu ekki orðið hvítir að utan, vegna þess að skinnið á þeim væri svart, en þeir gætu orðið hvítir að innan, og það yrðu þeir, þegar þeir tryðu á frelsarann. Pétur stóð og horfði litla stund á pabba og mömmu. Ef hann hefði getað lesið hugsanir þeirra, hefði hann getað séð, að þau voru að hugsa hvað litli drengurinn þeirra mundi verða, þegar hann yrði „jreglulega stór“. — Skyldi hann litli Pétur okkar verða kristniboði? hugsuðu þau. LJDSBERINN þungri hurð í, en þeim systkinunum þótti léttara og skemmtilegi’a að klifra yfir girð- inguna en að opna hux’ðina og fara gegnum hliðið inn í garðinn. Faðir þeirra skipaði þeim að hætta þvi. Önnur börn gætu séð til þeirra og farið að venja komur sínar óboðin á þann hátt. Einn dag var Fritz að leika sér í garðinum ásamt systkinum sínum. Kirsuberin voru full- þroskuð, og systkinin klifruðu upp í ti’én og neyttu þeirra óspart. Þegar leið að miðdegisverði, fóru eldri syst- kinin ofan úr trjánum og héldu heim. Þungu hurðinni í hliðinu skelltu þau aftur á eftir sér. Fritz varð eftir í garðinum. Hann sat uppi í einu trénu og hafði ekki gætt þess, að þau voru farin, fyrr en um seinan. Hann fór niður úr trénu og reyndi að opna hui’ðina, en það tókst honum ekki. Hún var of þung fyrir hann. Þegar Fritz kom ekki inn að borða, var farið að undrast um hann. Pabbi hans fór út í garðinn að leita hans. Hann fann hann skjótt sofandi á bekk í garðinum. Hann var fremur stúrinn á svip. Andlitið bar þess ljósan vott, að hann hefði grátið og þurrkað tárin burtu með óhi’einni hendi. Pabbi hans vakti hann. Fritz sagði honum allt af létta, — að hann hefði reynt að opna hliðið, en ekki getað það, og að hann hefði kallað hástöfum, en enginn heyrt. — En hvers vegna klifraðir þú þá ekki yfir múrinn, di’engur minn? spui’ði pabbi hans. — Nei, pabbi, svaraði Fritz, þú hefir sagt, að við mættum það ekki. Þetta svar varð föður hans mikið gleðiefni. — Fritz litli gat ekki hugsað sér að gjöra nokkuð það, er faðir hans bannaði. Hann vildi heldur híma þarna aleinn og matai’laus en óhlýðnast föður sínum. Er ekki eitthvað af þessari sögu að læra? 77 /

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.