Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 4
skolar beztu gróðurmold fjallshlíðanna nið- ur í dali, og þaðan berst hún með ánum til hafs. Þá flytja árnar með sér möl og aur og sand. Þegar þær kvíslast um grænar grund- ir dalanna, breyta þær þeim í gróðurlaus- ar eyrar. Þessu tekur maður eftir á ferðalögum um landið. Moldin fýkur „út í veður og vind" í hvass- viðri, þar sem skógur er henni ekki til hlífð- ar. Þá leggur mórauða mekki á haf út. Og hver hefur ekki séð afleiðingar þess: Rof og há moldarbörð, þar sem áður var djúpur jarðvegur. Það er kallað uppblástur. Þannig hafa blásið upp stór svæði víða hér á landi. Sumir hafa jafnvel óttast, að með tímanum mundi allur jarðvegur á íslandi blása upp. Skógur og margvíslegur gróður, og ekkert annað, getur varnað því. Þar sem skógur er, liggja rætur trjánna eins og þétt flækja niðri í jörðinni og binda jarðveginn þannig, að hvorki getur vatn né vindur eytt honum. Auk þess er mikið skjól að skógi fyrir annan gróður. . Þú veizt, að timbur er eitt af okkar aðal byggingarefnum. Undanfaríð hafa íslendingar • flutt inn timbur frá útlöndum fyrir 50 millj- ónir árlega. Það verður því mikill sparnaður fyrir þjóðina, takist vel til um ræktun skóga í landinu sjálfu. Enn er það ótalið, að skógur er ein mesta prýði hvers lands. Það er ekki að marka, þó að margir hér á landi sakni ekki skóga. Við erum gróðurleysi vanir, íslendingar. Það er ef til vill þess vegna, að margir virðast vera alveg kærulausir um allan gróður. Þeir brjóta kvisti og greinar af trjám í fullum sumar- skrúða, traðka á grasi og henda frá sér rusli og spilla þannig hreinleika og fegurð landsins. Ég þekki margt fólk í Noregi, sem mundi alls ekki vilja búa, þar sem enginn skógur er, — alveg eins og margir hér á landi geta ekki hugsað sér að vera, þar sem ekki sést til sjávar. Skógurinn er fallegur og hann venst vel. Hugsaðu þér, hve miklu, miklu fegurra landið okkar kæra væri, ef skógur væri, þar sem nú eru melar, skriður og moldarflög! Hugsaðu þér, hve miklu, miklu fegurri sveitir landsins yrðu, væru „grundirnar grasi vafð- ar, hlíðarnar skógi skrýddar, en víðikjarr kringum mýrarsundin." Ættum við þá ekki öll að vinna að því, að svo verði? — Ættum við ekki að klæða land- ið, svo að það verði eins og það var, þegar feður okkar komu fyrst hingað — að við- bættum útlendum trjátegundum, víðáttu- miklum túnum og ökrum? Skáldið, börnin og skógurinn. Einu sinni var skáld í Noregi, sem hét Hen- rik Wergeland. Hann elskaði landið sitt og orti fögur ljóð um það. En hann reyndi líka að gera eitthvað til þess að halda við feg- urð landsins. Hann vildi græða sár þess, flög- in, sandana og urðirnar. Hann var ævinlega með fræ í vösunum, þegar hann var á ferða- lögum eða fór út að ganga, og sáði, þar sem þurfa þótti. Og enn eru sjálfsagt til tré í Noregi, sem skáldið Wergeland sáði til. Hann var lóndum sínum góð fyrirmynd. Við höfum líka mörg skáld, íslendingar, sem hafa orkt um landið okkar og hvatt okkur til að rækta auðnirnar og fegra það og betra. Hannes Hafstein orti aldamótaljóð, sem ég geri ráð fyrir að mörg börn kunni, — að minsta kosti þetta erindi: Sú kemur tíð, að sárin fóldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga. En hver á að vinna að því, að sú spá ræt- ist? — Já, hver? Sár okkar elskaða l'ands eru svo mörg og svo stór, að ekki veitir af að allir, — yngri sem eldri, leggist á eitt og hjálpist að með að græða þau. Það þarf ekki fullorðna menn til að bera fræ í vösunum eða gróðusetja trjáplöntur. í Ársriti Skógræktarfélagsins er skemmti- leg saga um mann, Gunnar að nafni, sem gróðursetti tré á stað einum hér á landi, þegar hann var tíu ára gamall. Maður einn, sem vann að skógrækt, réði hann sér til að- stoðar upp á fimm aura kaup um tímann. Það var árið 1905. — Vel hafði verið búið um rætur plantnanna. „Var Gunnar látinn fara í næsta læk til að bleyta vel í þeim. 68 UDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.