Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 17
FYRIR ÞÖNDUM SEGLUM Það er falleg sjón, að sjá seglbáta með drifhvít- um seglum sigla um sœ- inn. Hér við land sést slík sjón ekki oft nú orð- ið. En víða erlendis er það vinsœl íþrótt að sigla. Þá blasir oft við sjón lík þeirri} sem myndin sýnir. um en í sveitinni. Oft voru fjölsótt brúðkaup í bænurn eða þá fjölmennar jarð- arfarir. Þá var von til þess, að hann fengi miklar leifar og gæti etið sig saddan. f sveit- inni voru f jarlægðirnar miklar, og því gat hann örsjaldan fengið vitneskju um slíka viðburði. Sveitafólkið var líka nánasarlegt með matinn og átti lítið eftir í pottinum að máltíð lokinni. Vissulega hafði hann ekki tekið það með í reikninginn, að svo margir betlarar væru í bænum. Honum gekk líka illa að afla matar. Honum og öðrum framandi betlurum gekk allra verst að fá eitthvað í svanginn. Þeir, sem áttu heima í bænum, áttu við betri kjör að búa. Þeir höfðu myndað betlarafélag, eins og venja var hjá betlurum í öðrum bæjum. Félagsformaðurinn eða betl- arakóngurinn gætti hagsmuna betlaranna. Hver betlari hafði sína götu út af fyrir sig, og kaupmennirnir voru vanir að greiða betl- urunum vikulegt gjald til þess að losna við þá. Auðvitað var bezt að greiða betlarafélag- inu þessa peninga. Ef einhver sveikst um að borga, þá þyrptust betlararnir saman fyrir utan búðardyrnar, svo að viðskiptavinirnir komust hvorki út né inn. Það bar líka við, að nokkrir betlarar, haldnir ljótum sárum og andstyggilegum sjúkdómum, tóku sér stöðu við búðarborðið, svo að viðskiptavinirnir flýðu sem skjótast, til þess að smitast ekki. Það var betra fyrir kaupmanninn að láta þá fá dálitla peningaupphæð, svo að þeir gætu fengið frið til þess að verzla og græða. Betl- ararnir í betlarafélaginu skiptu svo með sér þeim peningum, sem þeir fengu á þennan hátt. Ókunnu betlararnir gátu ekki orðið með- limir betlarafélagsins og því gekk þeim illa að seðja sárasta hungrið. Foolai át alls konar úrgang og skemmdan mat, og var því alltaf veilíari og vesælli en hann áður hafði verið. Á kvöldin lagði hann sig til svefns í borgar- hliðinu ásamt nokkrum öðrum betlarastrák- um. Hliðið á borgarmúrnum var stórt. Á dag- inn voru þar nokkrir sölumenn með hveiti- pípur (makkaroni). Þeir fluttu með sér litlar eldavélar og suðu og seldu heitar hveitipíp- ur og kökur mönnum þeim úr sveitinni, sem komu til bæjarins með varningsklyfjar sínar. Þar var líka maður, sem þeir kölluðu bauna- manninn, hann blandaði saman soðnum baun- um og mjöli og bjó til smákökur úr deginu. Svo sauð hann kökurnar úr olíu og seldi þær. LJDSBERINN 81

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.