Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 18
Það var gríðarlega vond lykt af olíunni, en kökurnar voru ódýrar, og viðskiptin gengu ágætlega. Pönnukökumaðurinn bjó til mjög einkennilegar kökur á lítilli járnplötu, sem var ofan á eldavélinni hans. Hann græddi líka mikið. Foolai stóð oft og horfði á þessar eldavélar og allt það girnilega, sem þar var búið til, en hann átti sjaldan aura til að kaupa sér kökubita. Á kvöldin fóru allir sölu- mennirnir heimleiðis. Eldavélarnar urðu eft- ir í hliðarhvelfingunni, og Foolai og hinir betlarastrákarnir læddust þar inn, þegar bú- ið var að loka þessu stóra hliði og gamli vörðurinn var kominn upp í herbergi sitt í borgarmúrnum. Þar höfðu strákarnir þak yf- ir höfuðið, og svo var svolítil velgja af elda- vélunum. Nú var líka aftur farið að kólna í veðri. Stundum komu ferðamenn, sem höfðu orð- ið seinir fyrir, og börðu með stóra járnhringn- um á hliðið og báðu vörðinn að Ijúka upp. Þegar þeir voru búnir að vekja gamla karl- inn uppi í borgarmúrnum og höfðu lofað hon- um nokkrum koparskildingum, þá trítlaði hann niður og lauk upp og hleypti þeim inn. Hann húðskammaði strákana, sem lágu fyrir fótum hans, og hótaði þeim öllu illu, ef þeir hefðu sig ekki á brott. En þeir stukku inn aftur, jafnskjótt og hann var farinn upp í herbergi sitt. Björgun. Það var fyrir hádegi á sunnudag. Raunar var fátt, sem minnti á sunnudagsfrið í Ningsi- ang. Lífið gekk sinn vanagang á götunum. Bændurnir komu með geysimiklar varnings- klyfjar á markaðstorgið. Slátrararnir slátr- uðu grísunum úti á götu, eins og þeir voru vanir. Þarna blandaðist saman lyktin af blóði og sjóðandi vatni, sem þeir notuðu til þess að þvo mestu óhreinindin af grísunum. Bæjar- búar voru á ferli til að kaupa í morgunmat- inn. Fjöldi viðskiptavina var í búðunum og verzlunin var í fullum gangi. Nú var meira fjör og miklu meiri annir en nokkurn annan dag vikunnar, því að á sunnudögum var frí í öllum skólum. Það var komið í tízku, að skólabörnin fengu frí sama dag og útlend- ingarnir voru vanir að taka sér frí frá störf- um. Drengir og stúlkur voru á ferli á götum úti í stórhópum. En í hjáguðamusterinu var kennslu haldið áfram eins og venjulega. Gam- all þverhaus hafði þar smáskóla. Hann hélt fast við gamla siði og vildi ekki gefa skóla- æskunni frí einn einasta dag. Skólabörnin yrðu bara óviðráðanlegri, ef þau væru látin ganga lausum hala eða liggja í leti. Þetta var hans skoðun. Börnin gægðust út um gluggann og öfunduðu alla þá, sem ráfuðu iðjulausir um göturnar. En gamli kennarinn kom með reglustikuna undir eins og þau litu upp úr bókunum. Haltu áfram að lesa, sagði hann skipandi röddu. Flýttu þér nú, og vertu ekki að hangsa þetta lengur. Öll börnin lásu stutta stund, eins hratt og þau gátu. Allir lásu upp- hátt, hver og einn sína lexíu, svo að af því hlauzt mikill hávaði, sem heyrðist langar leiðir. Því meiri hávaði og leshraði, því á- nægðari varð gamli kennarinn. Hann rak skólann eftir gömlum reglum, og vildi ekki hafa neitt af þessum nýju námsgreinum, svo sem reikning og landafræði og alls konar nýtízku námsgreinar, sem nýju skólarnir höfðu byrjað á. Samt fékk hann alltaf nóga nemendur. Sumir foreldrarnir treystu bezt á gömlu aðferðina, og svo var líka þessi skóli mjög ódýr. Á kristniboðsstöðinni var líka mikið um að vera á sunnudagsmorgnana. Stóru skólastof- urnar voru auðvitað tómar, en í samkomu- salnum var margt fólk. Kristnir vinir höfðu komið um langan veg til að hittast. Þeir báru með sér biblíuna og sálmabókina í pinkli. Nú sátu þeir í hópi í samkomusalnum og drukku te. Þeir höfðu opnað pinkilinn og sátu nú og lásu. Textar dagsins, sem átti að útskýra í kirkjunni, voru skráðir á svarta töflu, sem hékk við innganginn. Þar voru upplýsingar um kapítula og vers. Þeir gægðust á töfluna og flettu biblíunni í ákafa. Það var ekki svo auðvelt að finna réttu staðina. Margir voru nýorðnir kristnir og höfðu lítið lesið í biblí- unni. Sumir voru líka illa læsir. Prédikarinn og biblíukonan hjálpuðu þeim að finna text- ana. Ef menn strönduðu við eitthvert torráð- ið tákn, þá þurftu þau aðeins að biðja þau um aðstoð. Allir vildu lesa textana vandlega yfir, áður en messan hæfist, þvi að þá fannst mönnum auðveldara að fylgjast með í ræðu prestsins. í kirkjunni var iðandi líf. Þar var sunnudagaskóli fyrir börn og unglinga, og þessi stóra kirkja var nærri full. Öll skóla- Framh. L J DSBERINM 82

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.