Ljósberinn - 01.01.1936, Side 5

Ljósberinn - 01.01.1936, Side 5
LJÖSB'ERINN 3 Við áramótin. Herra, leyf þú því í.ð standi enn þetta firið, þar til 6g hefi grafið um það og borið r.ð íburð, ef vera mœtti að það beri ávöxt; en ef ekki, þá höggur þú það upp. Lúk. 13: 8 9. Hér segir Jesús okkur ofurlíítið frá I>ví, sem gerist á bak við tjöldin um áramótin. Á himnum er talað um hinn ýmsa gróður á náðarakri Guðs, og þá líka um ofrjósömu fíkjutrén. Þau. eru því rrxiður alt of mörg- þar. . Síðan þau í skírninni voru gróðursett, liafa þau staðið þar, Og í fyrstu gekk slt vel. Þau uxu og báru ávöxt: Það var hið einfalda og einlæga líf barnsins metí Guði. En svo breyttist þetta,. Andlegi vöxt- urinn hætti, og það varð enginn ávöxt- ur. Litla barnið var orðið nægilega stórt til að segja. skilið við Guð. En frá hinrni er á hverju ári stöðugt litið til barnsins og hlúð að því. Og alt af er þess vænzt, að nú fari það að bera ávöxt. Af náð fær það að lifa ár eftir ár, án iðrunar og afturhvarfs. Það nýt- ur áfram verndar og varðveizlu Guðs, og alt af er hann að kalla á það. En svo ber einhvern vanda að hönd- um, — eitthvað, sem krefst alvárlegr- ar ákvörðunar: Það er farið að tala urn, að höggva upp ófrjósama fíkjutréð; það sé ekki aðeins sjálfu. sér gag'nslaust, heldur líka öðrum til meins. Því að iðrunarlaus maður hindrar velferð þeirra, sem með honum eru; iðrunar- laus unglingur tefur fyrir — eða máske eyðijeggur afturhvarf systkina sinna og lagsbræðra. En þá biður Jesú fyrir þessum iðr- unarlausa unglingi, að hann fái að vera óupprættur »enn þetta árið«. Hann hef- ir enn eitt ráð, sem orðið getur honuro ti.l hálpræðis. Við því má búast, að á meðal þeirra, er þetta lesa, kunni einhver að vera, sem nú um áramótin hefði verðskuldað að vera upprættur úr náðarakrinum. En Jesús bað um, að fá að gera eina tilraun enn, .honum til hjálpar. Mun sú tilraun heppnast? Það er undir þér koroið, hvort svo verður. »Þetta árið«. Taktu vel eftir orðum Jesú. Það er eingöngu honum að þakka, að þú ert enn á lífi. En hann bætti við þessum angurværu og há-alvarlegu orðum: En beri það ekki ávöxt, þá höggur þú það upp! Jesús gaf okkur sjálfur óbrigðula fvrirsögn um það, hvernig okkur mætti takast að bera ávöxt: »Ég er hinn sanni vínviður,« sagði hann. »Verið í mér, þá verð ég líka í yður, Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vín- viðinum, þannig ekki heldur þér, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá sem er í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt; því að án mín getið þér alls ekkert gjört«. — Jóh. 15: 1—7. Mætti okkur öllum, unnendum Ljós- berans, fyrir Guðs náð og fyrirbæn l'relsarans, auðnast að vera lifandi greinar á hinuro sanna vínviði, — grein- ar, sem beri idkulega ávexti til eilífs lífs! Með þeirri ósk heilsum við nýbyrjaða árinu. Dr. 0. Ií. Á. Jóh,

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.