Ljósberinn - 01.01.1936, Page 22

Ljósberinn - 01.01.1936, Page 22
20 LJOSBÉRINN »þá neyðist ég- til að skipa einhvérjum ykkar að fara. Ég geri það nauðugur, en skjolin þurfa að komast í réttar hendur, það þolír enga bið.« Alexander leit upp. I>ótt hann væri þreyttur og dofinn, þá fór honum smám saman að skiljast áskorun höfuðsmanns- ins. Pað voru þessi áríðandi skjöl, sem þurftu að komast í hendur Ivanowitch ofursta í X. Hver gat nú riðið með þau allan þann óraveg? Alexander átti eiginlega ekki heima í hópi lagsbræðra sinna. Hann drakk ekki og reykti ekki heldur; kölluðu þeir hann því einrænan og leiðinlegan, og litu næstum svo á, að hann væri ekki með öllum mjalla. En eitt var það þó, sem þeir töldu hann allir hafa fram yfir sig, og það var að fara með hesta. Hann hafði ali,st upp í sveit og van- ist við að sitja á hestbaki nærfelt frá því, er hann hafði lært að ganga. Þegar hann sat í söðlinum, þá var hann fyrst í essinu sínu. Alexander brölti upp úr bæli sínu með rnestu herkju.m. »Ég gef mig fram til fararinnar, hr. höfuðsmaður,« sagði hann og meira ekki. Þetta varð öllum hinum hermönnunum, sem af þeim væri velt þungri byrði. Þá sluppu þeir hjá þessari svaðilför og glæfraför. All- ir tautuðu þeir fyrir munni sér í einu hljóði: »AIexander ætlar að takast það ;i hendur.« »Ágætt, Alexander!« heyrðist kallað úr ýmsum áttum. »Legðu þá óðara á klárinn þinn, alt verður að ganga í hendingskasti,« sagði höfuðsmaður, »og komdu svo inn til mín og þá skal ég skipa þér nánar fyr- ir. Hafðu byssu með þér og fleira vopna. Það getur viljað til, að úlfar verði á leið þinni.« »Ég dáist að dugnaði þínum, Naso- vdtch, ég vona að hinir skammist sín eins og hundar fyrir sjálfum sér,« sagði höfuðsmaður, er Alexander gekk inn til hans eftir stund. Það kom sjaldan fyr- ir að Alexander fengi hrós; þótti hon- um því vænna um þessi ummæli höfuðs- manns; þau hljómuðu enn í eyrum hans,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.