Ljósberinn - 01.01.1936, Page 26

Ljósberinn - 01.01.1936, Page 26
24 LJOSBERINN Felumynd. Pétur blæs í lúðurinn og kallar saman svínin sín. — Kong6dætnr trá kongshöll- inni liafa hevrt lúðurhljóm- inn og eru komnar í nánd við Pétur að hlusta. Hvar eru þær og hvað eru þær margar ? búð fyrir mömmu sína. Nokkrir aurar geng-u af því, sem hann eða hún átti að kaupa fyrir; fyrir þá voru svo keypt- ir konfektmolar eða rjómakaka — en mömmu sagt, að aurarnir hefðu. týnst. Svona koma syndirnar í ýmsum mynd- um að sækja að ykkur, kæru börn. Þær eru smáar — svo ósköp litlar eins og dvergurinn. En — þær stækka, og þær stækka fljótt og leggja undir sig alt ríki þitt. — Hvaða ríki átt þú? Þú átt hjarta þitt. Þar vill Jesús vera konung- ur. Gættu þess, að óvinurinn komi ekki í líkingu hins smáa dvergs og taki þig og leiði út á veg syndar og spillingar. Lærðu þetta vers og lestu það opt; »í hjarta mínu hvíld þér bú, herra minn Jesú sæti, sé það bjargið, sem byggir þú, blessunar er það mæti. Veri sú jörð þér valin bezt. Vil ég svo eiga þig fyrir gest hjá mér í hrygð og kæti.« Sunnudagaskólar og himiaguúsþ.iónust ur. 1 K. F. U. M., Amtmannsstlg . . Kl. 10 f. h. 1 Dómkirkjunni ................ 2 e. h 1 Lauganeshverfi, skölanum .... -— 10 f. h. 1 Skerjafirði, skölanum ....... - 10 Heimatrúboð leikm., Hverfisg. 50 - 2 e. h. Sjömannastofan, Norðurstíg 4 ,. — 10 f. h. Breyting á Ljósberanum verður engin önnur en sú, að blaðið kemur út aðra hverja viku, 16 síður með kápu. Aðalsagan verður prentuð þannig, að kaupendur geta jafnóðum tekið nana og safn- að henni í sérstaka bók. Binda verður þó sög- una Pétur inn með blaðinu, af því að hún hefir komið í því síðastliðið ár í öðru formi. óli (5 ára, við Ellu jafngamla): »Ég elska þig, Ella mín, og ég vil giftast þér.« Ella: »0n heldurðu, að þú getir séð fyrir konu, sem á þrjár brúður?« Drcngur ([ búð): »Ég átti að kaupa hérna hitamæli fyrir hann pabba.« Verzlunarmaöur: »Hvernig á hann að vera?« Drengurinn: »Ja, hann verður víst aö vera nokkuð stór, því hann á að hita stóru stof- una okkar.« Móðir (við dóttur sína): »Ég óska þér nú gleðilegs nýárs, Gunna mín, og óska, að þú leggir niður alla ljóta siði og verðir góð og siðsöm stúlka á nýja árinu.« Gunna: »Þakka þér fyrir, mamma mln. Ég óska þér hins sama.« Forstjói'l: »Jæja, drengur minn. Við erum þá búnir að koma okkur saman um, að þú komir I þjónustu mína jafnskjótt sem búið er að ferma þig. Er svo nokkuð fleira, sem þú vilt taka fram?« Drengurinn: »Já, við höfum ekki lalað neitt um eftirlaun ennþá.« PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.