Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Blaðsíða 2
2Í8
NÝTT KIRKJUBLAÍ).
vilst á glapstigu og œtti það sízt að vera röksemd gegn
nauðsyn kristindóms/rceðsZw.
I öðru lagi get ég sagt, að því betur sem ég hef kynst
mönnum og mannlífi, því ríkari hefir líka sú sannfæring
orðið hjá mér, að trúarbrögðin séu ómissandi grundvöllur
uudir gæfu manna og farsæld, þvi óskiljanlegra hefir mér
orðið það, hvernig mögulegt er að lífa til langframa án trú-
ar nema ófarsælu lífi. Það dugir ekki að segja mér, að þetta
sé veiklyndi og vesalmenska; ég veit að visu, að til hafaver-
ið vantrúaðir menn, sem lifað hafa og dáið eins og hetjur, en
dæmi þeirra sanna ekkert í þessu efni, því að það vita allir,
að það er sitt hvort að bera sig vel og að vera sæll; og
jafnvel þó að til hefðu verið einhverjar undantekningar, sem
ég veit ekki, en þori ekki að fortaka, þá hefirþað í rauninni
ekki svo mikla þýðingu, því að fæstar reglur eru alveg án
undantekninga. Bismarck gamli var engin veimiltíta, og þó
hefir hann skrifað þessi orð: „Eg veit ekki hvernig menn fara
að því að lifa án trúar á guð, og skil ekki hvernig ég fór að því
sjálfur, nú finn ég, að ef mig vantaði hana, þá færði ég mig
óðara úr þessu lífi eins og skítugri skyrtu.“
Eg skal fúslega játa það, að mörg önnur trúarbrögð en
kristin trú hafa haft stórmikla þýðingu fyrir mannkynið og
fullnægt játendum sínum um sinn, lengur eða skemur, en þó
ekki til hlítar; menn hafa vaxið upp úr þeim. Stundum
verður þeirrar skoðunar vart, að þessu sé eins varið um
kristnu trúna; vér séum nú, eða ættum a. m. k. að vex-a,
upp úr henni vaxnir. En ekki er mér ljóst, hvað þá á að
koma í staðinn og bæta oss missinn; ekki hef ég getað kom-
ið auga á neitt. Mér finst að vér ættum líka að geta bent a.
m. k. á einhvern einn mann, sem hefði fullnægt siðgæðishugsjón
kristindómsins, eða á eitthvert félag manna, stórt eða smátt,
seni í einhverju atriði a. m. k. í líferni eða löggjöf, fullnægði
til hlítar meginreglum Jesú Krists, áður en vér þykjumst
vaxnir upp úr lærdómi hans. Það er satt að segja svo langt
frá því, að mér finnist vér vera vaxnir upp úr kristinni trú,
að mér er niiklu nær að halda, að vér höfunx aldrei haft
rneiri þörf fyrir hana en nú. Eg skal drepa á fátt eitt, sem bend-
ir mér til þess. Rannsókn og þekking vex ár frá ári; gaml-
ar skoðanir og venjur eru vegnar og léttvægar fundnar,