Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Page 13

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Page 13
NÝTT KIRKJTJBLAÐ. 229 turni við arminn, sem fram veit, er frá 1898. Presturinn við hana er J. Götzsche, sonnr Götzsche biskups að Rípum (f 1901), og bróðir eins trúboðans Valdemars Götzsche. Þyk- ir hann einn með beztu prédikurum nú í Danmörku, enda var rœða hans yfir guðspjall dagsins mjög góð. Aðstoðarprest hefir hann N. Lassen að nafni. Eftir guðs])jónustuna heimsótti óg sr. Götzsche og færði honuni bréf frá sr. M. í Bregninge (þeir vóru svilar, en nú hefir sr. G. mist konu sína). Tók hann mér ástúðlega, leið- beindi mér með aðgang að samkomunum og bauð mér að borða hjá sér þessa daga. Samkoman hófst kl. 3‘/a í missiónshúsi bæjarins. Rúm- ar það mörg hundruð manna, en nú var það svo fult að eigi varð út komist, nema með þi'öng. Biskup Koch ílutti langa og hugðnæma tölu með texta frá Efes. 5, 15—20. Tók hann til meðferðar setningarnar: „Hagnýtið tímann“ (eða eins og það er orðað í dönsku útl.: „Kaupið hentugan tima“), skynj- ið, hver að er drottins vilji“, „fýllist andagift11. Á eftir hon* um talaði trúboðinn frá Kína 0. P. S. Olsen um þörfina á að flytja fagnaðarboðskapinn þeim, sem þrá friðþæging og og frelsi, en vita ekkert um hinn sanna frelsara heimsins. Samkoman varaði nær 3 tíma. Að henni lokinni bauð sr. Götzsche þeim, er vildu, að koma heirn til sín kl. 8 um kvóld- ið að heilsa biskupinum og taka þátt í samræðum. Biskup Koch er óvanalega unglegur biskup, og fríður er hann sýnum. Leikur hann við hvern fingur sinn með fjöri og fyndni, svo að alt verður brosandi kringum hann. Þó skín gætnin gegnum gleðina í svipnum. Honum þótti eins og öðrum nýstárlegt að sjá Islending. Og hjá sér varð hann að láta hann sitja við borðið, þótt heldur væri manna mun- ur. Hann fór að rifja upp hvað hann kunni í íslenzku, kom með visu úr sögu Gunnlaugs ormstungu og jafnvel fleira, en eigi var betri framburður á þvi en dönskunni hjá mér; átti ég erfitt með að skilja. Hann bað mig að láta sig heyra á ísl. Jóli. 3, 16. Yildu þá aðx-ir gjarnan heyra rneira af þessu fuglamáli, svo ég las upp vísurnar „Danagrund rneð grænan baðm“, vissi að allir kunnu hana á dönsku, og þóttist góð- ur að geta útvegað íslenzkunni minni og rimi hennar ein* róma hrós fyrir liljómfegurð.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.