Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJTJBLAÐ. 277 Ellcfta boðorðið. Yfirskriftin er undarleg, því ber sízt að neita. Yafalaust verður einhver til að furða sig á henni, en eins og Max From- mel segir í formálanum fyrir smásögu þessari: „Lestu fyrst það sem eg ætla að segja þér, og segðu mér svo hvort yfir- skriftin er ekki hæði rétt og sönn.“ Fyrir 200 árum var uppi á Englandi klerkur nokkur æru- verður mjög, Uslier að nafni, alþektur um víða vegu sem vottur Jesú Krists, lærður guðfræðingur og óþreytandi þjónn kirkjunnar. Hann hafði á hendi biskupsembætti, sem í lönd- um mótmælenda þykir hæði göfugt og ábyrgðarmikið, og |>ví varð hann að hafa vakandi auga á prestastéttinui, sem hann var settur yfir, jafnt líferni hennar og kenningu, og því varð hann lílca oft að takast á hendur vísitaziuferðir um biskups- dæmi sitt. Þegar hann svo kom á kirkjustaðina, fann hann alt í fegurstu )-öð og reglu, — því að vísitazían hafði verið auglýst Iöngu áður. Allar kirkjuklukkur hringdu þegar hisk- up með fereyki sínu hélt innför sína í bæinn, prestarnir pré- dikuðu ágætlega, kennararnir fræddu ágætlega, sóknarhörnin hegðuðu sér ágætlega, og — því má ekki gleyma — sjálf vísitazíuveizlan á eftir fór fram ágætlega. En hinum guðhrædda yfirhirði gazl þó lítt að þessari vísitazíu-aðferð. Hann langaði til að kynnast sem hezt með eigin augum hag safnaðanna og réð því af að halda einskonar auka- vísitazíur, þar sem hann fór um sóknirnar óþektur af öllum í dularhúningi, svo enginn gat vitað hver hann var eða í hverj- um erindum hann var að ferðast. Hann klæddist beininga- maims-tötrum og stráði lilardufti í hár sitt til þess að gjöra sig sem torkcnnilegastan; tók síðan maipoka á herðar sér og staf í hönd sér og fór eíns og leiðir lágu um prestaköllin jiver og endilöng, án jæss að nokkurn grunaði hið minsta. Þann- ig útbúinn kom hann á prestsetrin og þáöi beina; fór inn í kirkjurnar á sunnudögunum, settist i krókbekk með öðrum beiningamönnum og hlýddi á ræður prestanna, sem ekki voru alt af eins vandaður og við vísitazíurnar. Hann gaf sig líka á tal við sóknarmenn og spurði þá spjörunum úr. Hinn fátæki beiningamaður fékk því oft að sjá og heyra ýmislegt snert-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.