Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Page 11

Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Page 11
NÝTT KIRKJTJBLAÐ 283 hefir verið hiS mikla mein mannanna á öllum tímum andlegs ófrelsis. Mennirnir gátu ekki elskað guð, af því að guðshug- myndin, sem að þeim var haldið, og þeim var talin trú um, að þeir mættu ekki sveigja til á nokkurn veg — þá yrðu þeir eilíflega ófarsælir — hún fullnægði ekki öðru þvi bezta, sem í mönnunum bjó. Alþýða manna elskaði ekki guð á miðöldunum. Hún óttaðist hann. Til þess að reyna að fullnægja kærleiksþránni, varð að finna upp Maríudýrkunina. Og hún hafðiíför með sér öll þau hindurvitni og allan þann heilaspuna, sem kunnugt er. Ófrelsið hefir æfmlega haft til- hneiging til þess að flytja mennina burt frá guði. Frelsið flytur menn nær honum, ef nokkuð getur gert það á annað borð. Eg hefi lagt áherzlu á það, hve frelsisskoðunin á sann- leikanum sé orðin rík i siðuðum heimi. Ekki kenmr mér til hugar að halda fram annari eins fjarstæðu og þeirri, að hún ein ráði lögum og lofum. Mikið hefir henni áunnist. Mikinn frið hefir hún fært veröldinni. Nú er hætt að pynda menn og lífláta fyrir skoðanir sínar. Nú helzt mönnum uppi að rannsaka vafamál mannsandans, án þess að verðir laganna vinni þeim neitt mein fyrir það. En mikið er eftir af ófrels- isskoðuninni á sannleikanum enn — ekki er því að leyna — þeirri skoðun, að véfenging ýmisra ósannaðra atriða sé synd- sandeg, að rannsókn þess, sem mönnum er skipað að trúa, sé syndsamleg, að ályktanir, sem ríða bág við gamlar trúar- kenningar, séu syndsamlegar. Sú grundvallarskoðun er ná- kvæmlega sú sama eins og sú, er náði hámakri sínu í líffátsdómi allrar þjóðarinnar á Niðurlöndum. Nú komast menn' ekki nærri því svo langt, þó að þeir vildu. Frelsisskoðanirnar hafa gert það ókleift. Og menn vilja það ekki heldur. Geislar frelsisins hafa þítt hugina langt, langt út frá sér. Nú iáta menn sér nægja að hræða fólkið og fylla það hleypidómum, Nú láta menn sér nægja að bola burt frjálslyndum mönnum, hvar sem unt er, gera þá tor- tryggilega í augum almennings, bera þeirn á brýn illar hvatir, vantrú og óguðleik. Svo langt hefir frelsishugsjónin komist með mennina að ófrelsisseggirnir geta ekki lengur verið sjálf- um sér jafn-samkvæmir eins og þeír voru fyrir nokkurum öldum. Annarsmunduðþið sjá, hvernig við stæðum að vigi enn ídag.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.