Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KtRKJUBLAf). 3 barnslegri trú á hann sem föður minn og allra manna um allan heim fyr og síðar — föður, sem hefir ekki tómlátan, aðgerðalausan og kraftlausan og fyrirhyggjulausan vilja til að hjálpa börnum sinum til sáluhjálpar, heldur vakandi, sístarf- andi, almáttugan vilja, sem fyr eða síðar tekst að mynda eitt sælufult ríki, ef eigi hér, þá annars heims. (1897). HúsYÍtjanir og sálgæzla. Þú biður nu'g að skýra frá, hvað ég eigi við með „úr- eltum“ húsvitjunum .... Flestir hafa gaman af að sjá prestinn, og hann er hafður sem grýla á börnin, það þekki ég hvorttveggja. Eftirlitið með barnafræðslunni er hið eina sem eg þekki gagnlegt við hús- vitjanir. Annars eru þær hégóminn einber, eins og húsvitj- unar-tilskipunin segir fyrir um það. En eftirlitið er líka al- veg nauðsynlegt og presturinn verður að hafa lifandi tilfinn- ingu fyrir þvi, að það hvílir á honum og er ábyrgðarmikið, en að siga honum um alla bæi undantekningarlaust tvisvar á ári, láta fullorðið fólk lesa á bók o. s. frv. — það segi ég sé „úrelt,,. . . Eftirlitið kemur bezt við með barnaprófunum, þar sem margir eru við úr hverri sókn og sjálf börnin eru spent fyrir þeim. . . . Um þekkinguna er presturinn fái á sóknarfólk- inu við húsvitjun, um rannsóknina á hinu andlega hjarta safnaðarins, til að geta læknað þar eftir, má vissulega segja margt fagurt, sem lætur vel i eyrum, en harla lítið eða ekkert fram- kvæma eftir minni reynslu. En máske það sé af því að eg er öllum prestum óhæfari i þessu efni. Eg veit það ekki. Hitt veit ég vel, að almenningur vill sjá prestinn, spjalla við hann um veður og búskap og verzlun og þess konar, gera honum gott, gefa honnm kaffi o. s. frv. Mín reynsla er sú að hinn allra besti vegur til hjartnanna fyrir sálusorgarann sé þá, þegar sorgleg atvik t. d. ástvina dauði ber að hönd- um. (1893). Annir. Einstæði. Áliugi. Oft hefi ég ætlað að rita fáein orð i Kbl, en bæði á ég nær ætíð mjög annríkt, þar sem sveitungar mínir nota mig

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.