Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 18

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 18
14 NÝTT KIRKJUBLAÐ The New Theology, eða Nýja guðfræðin, heitir hin heimsfræga bók eftir Lundúnaprestinn séra R. J. Camp- bell. Um aðra bók mun vart meira hafa ritað verið og rætt nú undanfarið, að minsta kosti ekki í hinum enskumælandi heimi. Höfundurinn er maður urn hálffimtugt. Hann prédik- ar jírisvar í viku í kirkju sinni, City Temple (borgarmusterinu), og þó að húsið sé mikið, komast tíðum ekki allir að, sem á hann vilja hlusta. Allar prédikanir hans eru hraðritaðar og koma jafnharðan á prent í eintökum þúsundum púsunda. Hann segir í formála, að þessi bók sin sé eigi annað en ágrip af kenningum sínum í kirkjunni, sem í mörgu komi heim við skoðanir þeirra manna um víðan heim, sem kendir eru við nýju guðfræðina, en rit sitt megi alls eigi taka sem kenning- arágrip trúmálastefnu, — hann tali þar fyrir sig einan. Nafnkendur islenzkur prestur vestan hafs sendi bók þessa hingað vini sínum með þeim ummælum, að í henni „væru trúarbrögðin betur samþýdd trúarvitund nútíðarmannsins en áður hefði gert verið“. N. Kbl. mun smámsaman ílytja brot úr bókinni til smekks. Stórmikið er á bókinni að græða í heild sinni, hvort sem menn verða höfundinum samferða langt eða skamt. Enska útgáfan kostar 7‘/a sh., en ameríska l*/2 doll. (Macmillan, New York). Ljósgeislar eru prýðisfallegar biblíumyndir litfáðar, sem ísl. kirkjufélagið í Vesturheimi Iætur gefa út til nota á sunnudagaskólum. Ritstjóri barnablaðsins þeirra vestra, sira Steingrímur N. Þorláksson í Selkirk, hefir sent ritstjóra N. Kbl. annan flokk myndanna, alls 52 rnyndir. Á bakið er prentuð skýring með spurningum. Myndirnar eru jöfnum höndum úr gamla og nýja testamentinu. Væri éigi kostur á að hafa þessar myndir til sölu hér? Ymsir kynnu að vilja eignast þær handa börnum. Poestion, stjórnarráð í Vín, vor mikilsvirði vin, hélt núna fyrir jólin fyrirlestra um ísland og íslenzkar bókmentir og las kafla upp úr sögunum, og sýndi jafnframt skugga- myndir héðan, og mun hann einkum hafa aflað sér mynda þeirra á ferð sinni hér um land sumarið 1906. Fyrirlestrarn- ir voru ágætlega vel sóítir af göfgu mentafólki Vínarborgar,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.