Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 19
________^JÍÝTT^KIEZJUBLAÐ__________________15
og var gerður hinn bezti rómur að, og mikið um þetta talað
í blöðunum.
Ljöðakver séra Valdimars er nú, eftir tillögum biskups,
löggilt af ráðherra til notkunar við undirbúning barnatil ferm-
ingar, þar sem presti og sóknarmönnum kemur saman um.
Tilskilið að fræði Lúters séu prentuð framan við.
Frekar mun um það talað innan skamms hér í blaðinu, og
„kver“-málið yfirleitt.
Dómkirkjupresturinn nýi. Með nýju lögunum um
skipun prestakalla er Reykjavíkur söfnuði heimilað að kjósa
sér prest, annan prest sjálfstæðan við hlið dómkirkjuprestsins.
Nú reynir fyrst á, hvort söfnuðurinn hefir þörf á þeim starfs-
manni og lætur í ljósi óskir um það, og síðan hvaða tálman-
ir kunna á því að verða að fá hann. Hvorttveggja mun gert
að umtalsefni í næsta blaði.
Prestssetur nýtt reisir séra Magnús Bl. Jónsson
í Vallanesi við Lagaríljót Hann hefir fengið leyfi til að kaupa
part úr jörðinni Vallanesi til að koma sér þar upp afbýli, er
það allstór sneið af óræktuðu landi 1 nesinu, fljótsinegin, sem
hann ætlar sér að girða og rækta, og reisir hann þar íbúðar-
hús. Fyrirmyndardæmi. Verðið á landinu 500 kr.
Nýja testamentið í nýju þýðingunni er nú sent um
alt land, og mun vera til sölu hjá flestum bóksölum og í
hinum stærri kauptúnum, og er verðið eftir mismunandi bandi
1. kr. 25 a. og 1. kr. 50 a. Forseti Bibliufélagsins íslenzka
hefir og sent 200 eintök til bóksala Halldórs S. Bardal í Winni-
peg og 100 eintök til bóksala Magnúsar Bjarnarsonar í
Mountain N. Dak. En framvegis ætlar Brezka og erlenda
biblíufélagið sjálft að annast söluna í Vesturheimi, og verður
það þá væntanlega eins með biblíuna þegar prentun hennar
er lokið.
Séra Janus prófastur Jónsson í Holti í Önund-
arfirði sækir um lausn frá embætti vegna heilsulasleika.
Séra Magnús Bjarnarson á Prestbakka er skipaður