Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 6
2 NÝTT KffiKJUBLAÐ, og kirhjublað hefir um að rœða. Samkeppnin stórUm meiri nú. En hvað um pað. Ekki mundi það koma að sök, ef fólkinu á annað borð þœtti það ómaksins vert að lesa það sem í blaðinu stendur. Einmitt þetta, hve dauflegt er nú yfir kirkjulega líf- inu, svo ekki sé meira sagt, er sterkasta livötin að gefast ekki upp. Sú stefna kirkjumála og trúarlífs, sem lialdið hefir verið fram í N. Kbl., má með engu móti falla niður og deyja út. Hitt nauðsyn, að tala enn skýrar og skorin- orðar um meinin, — afdráttarlaust. Hjá oss Isléndingum — guði sé lof fyrir það — er almennur trúaráhugi þvi að eins hugsanlegur, — að hann byggist á og lifi í sannfrjálslyndum kristindómi. Þjóðlíf vort bíður þess aldrei bœtur, ef trúarlífinu í landinu er spilt, hvort heldur það er með svefni sinnu- leysisins eða þröngsýnis-ofstœki fáfrceðinnar. Langt mál þýðir eigi að sinni Arið er framundan. Guð láti starf vort allra, sem að blaðinu vinna, — unnið i nafni hans, er alla leiðir til himnaföðursins — verða krisli- legu trúar- og þjóðlífi til vakningar, vaxtar og blessuna/r. refkaflar frá sira Zophoníasi heitnum Halldórssyni til ritstjóra Kirkjublaðsins árin 1893—1897. Meíra ljós. Eins og staða mín hefir krafið af mér og kjör min hvatt mig til, hefi ég mikið hugsað um trúarbrögðin og beðið guð um meira Ijós, og hefi ég komist á aðra skoðun um ýmis- legt en mér hefir verið fyrri kent. Mér hefir verið annað ómögulegt. Það er mjög erfitt og seinlegt að fá breytt þeirri sannfæringu, sem maður hefir fengið sem barn, og það hygg ég, að maður bíði þess aldrei fullar bætur, þegar maður í æsku hefir fengið inn í sig skakkar skoðanir. Það er sem illgresi í akri. En guði sé lof, að ég held og mun halda

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.