Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 14
10 NÝTT KIRKJUBLAÐ Fyrstu ár séra Z. í ViSvík var skemdarverkiS mikla og illa unnið á Hólakirkju, er hún var svift skrauti sínu, myndum, stúk- um, kórpoiti o. s. frv. Því réðu aðrir, og séra Z. sá um seinan, hve mjög kirkjunni hafði verið spilt. Hann hefði og vart heldur getað afstýrt því. Á kirkjulofti sá eg enn sumarið 1904 vandað og vel haldið spjald með latínugrafskrift Þórðar biskups Þorlákssonar yfir niágkonu hans, Ingibjörgu Benediktsdóttur biskupsfrú á Hólum, sem andaðist 1673. Og eitthvað var þar enn eftir af pentuðum fjölum frá lokuðu sœtunum. Réttdæmur maður og glöggskygn, sem um nokkur ár var granni séra Z. og sfarfaði með honum í mörgum félagsmál- um, fyrverandi skólastjóri á Hólum Hermann Jónasson, hefir kveðið mjög fast að því við mig, hve frábærlega tillögngóður og farsæll séra Z. hafi verið í öllum málum, og hve vel hon- um vanst alt, þótt bægt færi. Varla hefir verið ástsælli prestur af söfnuði sínum, og betur metinn maður af héraðsbúum — en séra Zophonías. Það var „fylsta sannfæring" kennara hans, að hann mundi „verða prestastéttinni til sóma“. Meira lofsorð hefir enginn fengið frá prestaskólanum, og það reyndist satt. Séra Z. var f'. á Brekku í Svarfaðardal 11. júní 1845, stúdent 1873, guðfr.kand. 1876, vígðist til Goðdala s. á., fékk Viðvík 1886, varð pró- fastur 1889. Hunn kvœntist 1876 Jóhönnu Soffíu, dóttur háyfirdómara Jóns Pélurssonar, Hún lifir mann sinn og 3 synir, Pétur, ritstjóri og banknritari f Rvík, Páll, við búfræðisnám erlcndis og Guðmundur, við mentaskólanám. Séra Zophonías anduðist 3. þ. m. lýárskveðja frá sira Mattliíasi. Skáldið góða skrifar ritstjóra svo á nýársdag: „Gleðilegt ár. Klukkan er 8 og eg kominn á fætur. Veðrið inndælt, og hinn skarði máni vofir yfir Vitazgjafa Glúms, og svo settist eg við mitt erfiða uppáhald: „Endea-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.