Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 4
76 NÝTT KTRKJTJBLAB Hann getur það á sama hátt og höfuðprestar Gyðing- anna forðum daga, sem vildu vera vinir guðs en voru and- stæðingar hans. Hann getur orðið það ef hann gleymir því, eða hefir ekki öðlast skilning á því, sem er aðalatriðið í trúar- brögðunum, í kristindóminum, í allri sannri guðrækni. Þetla aðalatriði er Jcœrleikurinn, — kærleikurinn til guðs og manna. Öll guðrækni og ytri guðsdýrkun, öll ytri hlýðni yið boðorð og lagasetninga er einskisvirði, ef kærleikann vantar. Þetta skyldi Páll postuli — og þetta þurfum vér öll að skilja. Heyrum hvað postulinn segir: „Þótt eg talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði eg hljómandi málm- ur eða hvellandi bjalla. Og þótt eg hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkinguna, og þótt eg hefði alla trúna, svo að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri eg ekki neitt. Og þótt eg deildi út öllum eigum mínum, og þótt eg framseldi líkama minn, til þess að eg yrði brendur, en hefði ekki kærleika, væri það mér gagns- Iaust“. (1. Kor. 13, 1—3). Kœrleikurinn er alt í kristindóminum — þess vegna er hann réttnefndur kærleikans átrúnaður. Hann er ekki, eins og ég nýlega heyrði haldið fram, aðeins brot af sannleikanu'm, sem því margir skeri sig á, — heldur er hann þar alt. Án kærleikans verður kristindómur vor aldrei að eilífu sannur kristindómur, og án hans fáum vér aldrei öðlast skilning á Jesú, lífi hans og starfi. Jesús Kristur og trúarbrögð hans eiga ekki og hafa aldrei átt neina andstæðinga skæðari en kærleikslausa trú- rækni, eða trúrækni án kærleika. Kær.eikslausir trúmenn hafa á öllum tímum verið valdir að þvi, að Jesús Kristur var framseldur svo að hann yrði krossfestur. Svo var það á Gyðingalandi forðum. Svo er það enn i dag. Guð varðveiti oss frá að lenda í hóp slíkra mánua. J. H.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.