Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 6
78 NÝTT KIRKTUBLAÐ urnar yrðu að beinlínis vandræðum í framkvæmdinni eða kirkjustjórninni til ásteytingar. Samkvæmt 8. gr. prestakallalaganna á landstjórnin að annast um, að sameiningarnar komist á eftir því sem brauðin losna, og svo fljótt sem því verður við komið. Beinast liggur við, að sameiningarnar geti ekki að fullu komist á í hverju einstöku tilfelli fyr en samsteypuprestaköllin bæði losna. Fyr getur hið sameinaða prestakall ekki talist að losna og því ekki komið undir ákvæði 1. gr. prestakallaveit- ingarlaganna. Fyrir fullri sameining má ekkert tefja af landstjórninni. En sameiningarnar og réttur safnaðanna til að neyta kosningarréttar síns haldast hér í hendur. I öllum þessum sameiningarmálum verður þvi landstjórnin að taka alt það tillit til vilja safnaðanna, er samrýmzt getur orðum og anda laganna. Þegar samsteypuprestakall losnar, virðist því ekkert geta verið móti fullnaðarsameining, ef presturinn í hinu samsteypu- kallinu gengur að sameiningunni og söfnuðir lausa presta- kallsins samþykkja það eða æskja þess. Því verður það að vera ófrávíkjanleg regla kirkjustjórnarinnar að leita álits og vilja safnaðanna, er svona stendur á. Vilji presturinn aftur á móti ekki taka sameiningunni og sé ekki skyldugur til þess, eða söfnuðirnir kjósi heldur að sameiningunni sé frestað þar til hitt prestakallið losnar og almenn kosning getur farið fram um nýja umsækjendur hins sameinaða prestakalls, þá virðist eina sjálfsagða úrrœðið fyrir kirkjustjórnina að setja mann til að þjóna lausa presta- kallinu, þar til hitt losnar. Með því er söfnuðum enginn óréttur gjör og flýtt svo fyrir fullnaðarsameining sem kostur er á. I einstöku tilfellum kunna að verða erfiðleikar á því að fá þessa bráðabyrgðarþjónustu, en alloftast mun hægt að setja nágrannaprestana eins og tíðkast hefir hingað til. Fjölgi prestaefnum, sem líklegt er, væri og innan handar að fá þau til að taka vígslu til slíkrar þjónustu og stæði að líkindum ekki á þinginu að gera þeim þá þjónustu jafnfýsilega, sem þeir hefði veitingu, með áraverðleik o. fl. JHitt virðist aftur á móti ekki lögum samkvæmt, að veita

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.