Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 16

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 16
88 „Lögberg“ kveður „Vínland“ með þeim orðum, að það hafi verið: „gott blað yfir höfuð“, og hafi: „lagt góðan skerf til bókmenta Vestur- íslendinga“. „Lögberg“ bœtir því við að, að enn meiri eftirsjá sé að blaðinu, af þvi að það hafi verið „eina alíslenzka blaðið i Bandaríkjunum11. Undir þetta getum vér tekið austan hafs. Þótt „Vínland“ væri i fæstra höndum, var það ýmsum að góðu kunnugt, af þvi að blöðin bér heima tóku svo oft greinar úr því. Samsteypurnar. Hugvekja séra Sigurðar i Vigur tekur ómak af ritstj. N. Kbl. Þeir eru samdóma í því að eigi beri að veita til fullnustu samsteypu-presta- kall. Ritstj. lítur t. d. svo d, að i Reykholti hefði átt að „setja“ prest, eíns og á stóð, þangað til Gilsbakki losnaði. Og ófrávíkjanleg regla að leita álits og vilja safnaðanna. Það er mjög þýðingarmikið að séra Sigurður lætur uppi ótviræðan skilning sinn á prestsmáli Reykjavíkur-safnaðar: „Mér finst að þið Reykvíkingar eigið að fá nýja prestinn tregðulaust, og án alls tillits til Mosfells-sameiningarinnar11. Svo áréttar séra Sigurður bréflega. Séra Sigurður bar kirkjulöggjöfina á berðum sér á síðasta þingi, og hafi — sem óvist er — verið tregða hjá stjórnarvöldum að veita oss nýja prestinn, þá ætti þetta að eyða þeirri trcgðu gersamlega. Vilji bara söfnuðurinn þiggja hann ? Prcstkosningar. Desjarmýrarsöfnuður kaus bráðabirgðar þjónustu nágrannaprests og hafnaði því hinum eina umsækjanda, sóttu fundinn 101 af c. 190. í Reykholtsprestakalli sóttu 113 kjörfund, nálægt '/« atkvæðisbærra. Sr. E. P. fékk 67 alkv. sr. G. E. 23 og kandídatarnir skiftu hinu milli sín, 2 atkv. ógild Séra Einar Pálsson þá kjörinn prestur að Reykholti. Kverkenslan. Tillögur og bendingar áhugasamra manna koma hvaðanæfa. Dóm- ar um „Ljóðakverið“ mjög misjafnir. N. Kbl. hefir eigi undan. Kemur með það seinna. Bjarmi, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar i mánuði. Verð 1 kr. 50 au., i Ameríku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennari. Breiðablik, mánaðarrit til stuðnings islenzkri menning. Ritstjóri géra Friðrik J. Bergmann, Winnipeg. — Verð 4 kr hér á lahdi. — Fæst hjá Árna Jóhannssyni biskupsskrifara. Sameiningin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. i Vesturheimi. Ritstjóri: séra Jón Bjarnason i Winnipeg. Hvert númer 2 arkir. Barnablaðið „Börnin“ er sérstök deild i „Sam.“ undir ristjórn sira N. Steingrims Porlákssonar. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá kand. Sigurb. A. Gíslasyni i Rvik. ^'T^tjórC^3RÍÍALLUirBJARNARSOir^"^^" ~~ Félagsprentsmiðjan,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.