Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 13
NÝTT KIRK.TUBLAÍ). 85 Um íslenzk ættarnöfn er það að segja að það er eld- gömul venja að k'enua fjölmennar ættir við œttföðúrinn, eða þó enn oftar við bœinn, sem hann bjó á, t. d. Langsætt, er hófst eftir Svartadauða og nær nú yfir land alt, Vatnsfjarðar- ætt og m. fl. Ávorum dögum hefir Bolholtsætt mjög breiðst út í Árnessýslu og raunar víða um landið. Af henni er séra Eiríkur Briem, séra Magnús á Gilsbakka og séra Guðm. Helga- son, séra Jóhann í Stafholti og margt fleira ágætisfólk. En það er ekkert dæmi til, svo eg muni, að nafn ættarinnar sé gert að viðurnefni nokkurs einstaks manns í ættinni, það mundi rugla ættartölur — eins og ættarnöfnin gera nú, — og verst þó þá er kona skal bera ættarnafn manns síiis, en henn- ar sanna ætt hverfur úr sögunni. Eg held það geti aldrei farið vel hjá oss, að einstaklingar taki upp ættarnöfn sem ætt- gengt persónu-viðurnefni. Og auk þess er það eitt af skörp- ustu, og eg vil næstum segja fegurstu, þjóðernis-einkennum vorum, að vér erum lausir við slíkt (nema undantekningar). Þó oft sé sagt um mann, eða konu, að hann, eða hún, sé af þeirri eða þeirri ætt, þá er það ekkert viðurnefni. Þörf á ættarnöfnum sem viðurnefnum get eg ekki hugs- að mér. Er það ekki imyndun ? „Þjóðólfur“ kvartaði líka fyrir mörgum árum um það, að „oss vantaði níentaða meðal- stéttu = aðal. En nú vona eg að vér séum þó svo langt komnir, að enginn óski eftir aðli hjá oss. Vér viljum hvorki eiga aðal hé skríl. En það fer saman. I hæsta lagi mætti t. d. gefa honum Jóni Jónssyni á Löngugötu 99 stutt og lag- legt einkennisnafn til aðgreiningar frá nafna hans í sama húsi. En arfgengt ætti það einkennisnafn ekki að vera“. (Br.J.) Helgi Valtýsson. Rita hans tveggja, nýsendra, var getið síðast, að nafni. Þegar Húsavíkur-Johnsen gamli var að finna alt til vamma og skannna einhverjum góðkunningja i Suður-Þingevjarsýslu, þá var síðasta orðið: „Og skáld, og skáld“.— Það var hann, náunginn sá og sá, ofan á alt annað. Það er stórt ihugunarefni, hvort allmikið af þessari óend* anlegu íslenzku ljóðagerð er eigi gagnslítil eyðsla andlegs kraftar. — Annarsvegar er þó rímlistin einnfrjókvistur græna þjóðartrésins, keltneskur menta arfur: „Gaman er að geta

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.