Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 2
74 NÝTT KIRKJUBLAÖ hann tortryggilegan í augum lýðsins, ofssekja hann á alla vegu og linna ekki látum fyrri en þeir hafa tekið hann höndum og framselt hann bundinn i hendur Pílatusi. Það voru þeir sem þar bera lognar sakir á hann og æsa múginn gegn honum svo að hinn þreklausi Pílatus þorir um síðir ekki annað en framselja hann til lífláts, þótt hann sé sann- færður um sakleysi hans. Alt þetta er harla eftirtektavert, svo sorglegt sem það er, en verður þó enn eftirtektaverðara, þegar jafnframt er gætt hins; fyrir hverjar sakir þeir hata hann og ofsækja. Fyrir hvað hata þeir hann og ofsækja? Þeir hata hann og ofsækja fyrir það fyrst og fremst, að hann hefir aðrar sTtoðanir á trúarbrögðunum en þeir. Þeim gramdist það auðvitað líka, að allur almenningur hafði meiri mætur á kenningu hans en þeirra. En hitt var þó aðalástæðan. Flest annað hefðu þeir getað fyrirgefið, en þetta gátu þeir ekki fyrirgefið og það, að hann skyldi halda þessum skoðunum sínum fram opinberlega. Þeir álitu engar skoðanir réttar nema sínar. Þeir álitu Jesúm, er hann kendi gagnstætt þeim, fjandmann hins sanna guðs, hinnar sönnu guðsdýrkunar og hinnar sönnu guðrækni, og fyrir því álitu þeir og baráttu sína gegn Jesú baráttu fyrir guði og hans heilaga málefni, baráttu, sem því hlyti að vera heilögum guði velþóknanleg. Þeir álita sig vera að berjast fyrir sannleiksmáli guðsrikis, — en hitt dylst þeim, svo blind- aðir sem þeir eru, að þeir eru að berjast fyrir eigin skoðunum sínum, þeim skilningi á guði og hans vilja, sem þeir álitu einan réttan. Jesús kemur með nýja guðfrceði, sem kemur i bága við hina gömlu guðfræði þeirra. I sannleikans nafni, — i nafni guðs allsherjar máttu þeir til með að rísa öndverðir gegn hinni nýju guðfræði Jesú. Jesús er í augum þeirra vantrúar-guðfræðingur, og það af lakasta tagi, fjandmaður hinnar einu réttu og sönnu trúar og þá líka fjandmaður guðs. Og slíkur maður álitu þeir að mœtti ekki Iifa. Þess vegna er Jesús handtekinn, ákærður, hæddur og meiddur og að síðustu dæmdur, negldur á kross og deyddur!

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.