Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 14
NÝTT KmKJÚBLAÐ iio eins tónmeistara og Haydn („Hinn fyrsti dagur“ úr listaverk- inu „Sköpunarverkið"), Hilndel (Sú þjóð, sem í myrkri geng- ur“ úr „Messias“, og „Sjá hann kemur“ úr „Júdas Makka- beus“), Gounod, Weyse, Grieg, Lange-Múller o. fl. Þar voru sungnir gamlir og góðkunnir sálmar eins og t. a. m. „Dýrð sé guði í hæstum hæðum“, „Þín minning Jesú mjög sæt er“, „Krossferli að fylgja þínum“, með ýmsum afbrigðum fyrri tíma frá þvi sem nú gjörist og voru þau lög bvert öðru inndælla. Einsöngur þeirra hjóna hr. Sigfúsar Einarssonar og lconu hans tókst mæta vef enda Iögin hvert öðru ágætara, sem hún fór með. Hafi hr. Sigfús Einarsson heiður og þökk fyri samsöng þenna og gefi oss sem oftast kost á að heyra sh'kan söng. J. H. Sameiningin gelur um breytinguna á ritstjórn N. Kbl. núna um nýárið, og lætur heldur á sér skilja að séra J. H. hafi „hætt við ritstjórnarverkið“ af því að blaðið flutti „frels- is“-fyrirlestur E. H. í árslokin. Því er fljótlega svarað, að það tvent á ekkert saman. I annan stað virðist „Sam.“ harma það, að alls engin mótmæli skuli heyrast frá klerkalýð íslands gegn hinni „synd- samlegu hjátrú og heimsku andatrúarkuklsins,, í höfuðstaðn- um. Segir blaðið að „ógeðslegar undrasögur" berist vestur af þeim „myrkrafuudum“. Klerkalýður íslands telur það sér til andlegra yfirburða, að hann lætur „Tilraunafélagið“ eins og það nú er rekið sem kyrlátt rannsóknarfélag, alveg óáreitt. Og svo gera víst flest hin lútersku kirkjumálgögn þar sem eins stendur á. Merkast og stærst af öllum þeim málgögnum í Vesturheimi er „The Lutheran“ og þar sá eg fyrir skemstu að upp var tekin, alveg athugasemdalaust, frásaga eftir háskólarektorinn í Birmingham, herra Oliver Lodge, um samband, sem hann telur sig hafa fengið við látna vini sína. Enginn ætlar því málgagni að hnegjast að „andatrú", en fráleitt mundi það telja rannsóknirnar syndsamlegar. Þetta var i marzblaðinu sem byrjar 28. árið. Sú deild blaðsins, sem nefnd hefir verið „Börnin“, birtist þar ekki lengur, en í þess stað byrjar séra N. Steingrímur Þorláksson á nýju unglingablaði, sem nefnist „Fran*tíðin“. „Sam.“ mink-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.