Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 7
199 NÝTT KIEKJUBLAÐ
þíns innra siðlega manns gagnvart œlifanda, alstaðar nálæg-
um guði!
Hið núveranda ríki kœrleikans býður oss hina einu leið,
sem til er, svo vér komumst inn í elskunnar sögulega riki;
og það er hin eina braut inn í elskunnar eilífa ríki. — —
Þá lýsir hann aðalhugsjónum guðspjallanna og segir:
Hér er ekkert, sem hver trú og lífsskoðun getur ekki til-
einkað sér, nema guðleysið og afneitunin á ódauðleika sálar vorr-
ar og hins guðlega í oss.
Kristindómurinn á ómœlanda vaxtarkraft: Varist að tak-
marka Krist með guðspjölkmum — eins og þau skildu við
hann. Lesið og ekki inn i þau, það sem ekki er til Varist
að flýta yður að binda (o: fullvröa).
Helgiboðin eru fyrir börn, ekki fyrir vaxna menn.
Og síðast segir hann: Hér er þá þjóðveldi af frjálsum
sálum, og í því felast allar bókmentir, allar tíðaskipanir. allar
trúarjátningar, öll heimspeki, öll trúbrögð, allar biblíur, því að
alt er það lim og kvistir, — eins og skrúðinn á skógartrjánum, —
sem lifir af lífstrénu mikla.
M. J.
|iblíurannsóknar=dcemi.
Það voru ekki svo fáar greinar í „Norðurlandi" í vor um
Jónas spámann í kviði stórfiskjarins. Séra Matthías var þar
annars vegar gegn útlendum trúboða á Akureyri, sem fast-
lega hélt því fram, að Jónas hefði verið þar Fannsögulega
hýstur og herbergjaður — þessa þrjá sólarhringa. -
Hjá norska prestinum sem hingað kom fyrir nokkrum
sumrum var þetta einmitt rétttrúnaðar-prófsteinninn.
Og nú eru menn vorrar eigin þjóðar og kirkju á bandi
með sértrúar öfgamönnum að berja niður alla íhugun ogrann-
sókn heilagrar ritningar. Eigi er það gjört með rökserndum, —
rannsókn og röksemdir mega einmitt eigi komast að, — heldur
er sú leiðin farin, að reyna að hræða og kúga með svæsnustu
hrakyrðum og ófrægingar getsökum.
Ekki er það þeirra manna vegna að eg tek mér að um-
talsefni dæmið frá Jónasi spámanni. Það er hvorttveggja að