Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 6
198 NÍTT KIRK.TUBLAÐ
fæsta trúa svo fast frelsinn, að þeir mættu sjá til fulls hvílíkt
tækifæri nú byðist til stórra og vegsamlegra framkvæmda.
Þeir skylfu af ótta gagnvart trúnni, þegar þeim væri einsætt
að geta séð, að það sem mestu ræður, ábyrgist sig sjálft, — að
]>að þurfi engrar staðfestingar við nema sitt eigið eðli og á-
gæti, enda byggist það eða hvili á engu öðru en sér sjálfu,
það sé ævarandi eins og heildin, sem það er partur af.
Þetta hugleysi kaliaði doktorinn djúpgróna efasýki gagn-
vart krafti kristinnar trúar. Aðaláhyggjuefni ætti ekki að
vera hið rétttrúaða, heldur það sanna:
Vitinu varði mest um eitt, það að 'éita hið sanna.
Hjartanu varðaði einungis um eitt, að elska hið sanna.
Og viljinn eigi ekki nema eitt markmið, það að gera
hið sanna.
Þessi eftirleit eftir sannleikanum, kvað ræðum. hafa mjög
svo breyzt síðan eftir postulanna daga, breyzt í eftirspurn
eftir réttum skoðunum, er sanna mætti með erfðakenningun-
um. Þessi upprunalega sannleiksþrá sálarinnar hefir mjög
orðið að lúta fyrir íhaldsemi erfðaskoðana, svo og því, sem
tryggja skyldi frið og félagsfylgi. — —
Þegar menn hugðust byggja musteri hinni kristnu trú
þannig, að bver villutrúarmaður yrði úti byrgður, þá lokuðu
menn líka úti spámanninn. Það var ofríkisvald sama anda
og þess, sem olli krossgöngu Jesú Krists.
Síðar í ræðu sinni lýsir dr. Gordon með anda og krafti
áhyggjum manna og vandræðum viðvíkjandi samanburði,
uppruna og sögugildi guðspjallanna, en skeytingarleysi um
þau guðspjöll, sem nú gerast fyrir augum vorum:
Vér höfum bari.-.t fyrir þann sannleik, sem þá var. cn
höfum alt of lítið hirt um þann sannleik, sem nú er. Vér
höfum hamast móti hugsjónum, fornum og nýjum, eins og
dulargcímum. en höfum hvorki verið nógu einai'ðir né haft
mikihnensku til að sjá nakinn sannleikann í þeirri veröld, sem
vér lifum í.
Hér, en ekki þar, er vor sannleikur. Hér, en ekki þar,
er þín sál, saman ofin sál bróður þíns með ægilegu bandi
skyldunnar.
Þú hefir fallið niður í djúp efasýki og örvinglunar sakir
atburða umliðinna alda, af því að þú hefir ekki opnað augu