Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 12
204 _____J^ÝlTjnhKJ^
þingið, sem haldið hefir verið Iiér vestan haís. Séra Jón og
hans menn hafa næstliðið ár unnið að því að fá þá eina
kosna á þing, sem þeir gætu treyst að fylgdu sér að málum,
og þeir höfðu fengið Winnipegmenn úr söfnuði séra Jóns
kosna fulltrúa frá fjarlægum söfnuðum. Alt átti að miða að
því, að þeir ga?tu rekið séra Friðrik frá skólanum. Séra
Jóíi halði. með í-ér alla fulltrúa úr söfnuðunum í Canada,
nema sofiliiBi séra Friðriks Bergmanns. Prestana hafði hann
líka rneð sér, nema séra Friðrik Hallgrímsson. Þeirra megin
var mikill meirihluti, og þeir létu mikið yfir sér, því að þó
að við Bandaríkjamenn fylgdumst allir að, vorum við færri.
Við stuðluðum að forsetakosning séra Björns. Þeir
höfðu ekki búist við því, og áttuðu sig ekki fyr en kosning-
ar voru um garð gengnar.
Dr. Brandson, framsögumaður skólamálsnefndarinnar,
kom meðan á kosningum stóð; en Vilhelm Pálsson ekki fyr
en daginn eftir. Þá var lekið að ræða nefndarálit skólanefnd-
arinnar. I því var ráðiét á séra Friðrik, og lagt til, að hann
yrði rekinn frá skólanum. Við kröfðumst þess að færð væru
rök að því, að séra Friðrik væri ekki hæfur kennari. En það
gátu þeir ekki. Þegar þeir fóru að finna til þess, að þeir
höfðu ekki náð höggstað á séra Fjiðrik, tóku þeir að níða
skólann sjálfann. Og endirinn á þeim umræðum varð sá, að
þeir fundu, að þeir voru komnir í klípur. Nefndai'álitinu
var þá vísað til sömu nefndarinnar aftur. Hún gerði nú á
því þær breytingar, að alt var felt burt, sem sagt hafði verið
um séi'á Friðiik, en?ráðið til þess að slíta öllu]sambandi kirkju-
félagsins við Wesley-skólann. Það var samþykt í einu hljóði.
Við vitum að skólahugmyndin er með því að engu orðin.
En okkur dylst ekki, aðþröngsýnið er orðið of mikið til þess
að fólkið geti trúað kirkjufélaginu fyrir skóla.
Fullyrt var, að Hjörtur Leó hefði á undan kirkjuþingi
fengið loforð um kennarastöðuna. Hann var rnjög áleitinn
við séra Friðrik í umræðunum. — —
Enn var í einu bréfi að vestan þess getið, að séra Pétur
Hjálmsson hefði eigi haft sig framrni í þessum hryg^ilega
leik. og er það mjög sennilegt. Þeir séra Fr. H. og séra
P. Hj. eru báðir héðan að heiman, og er það sæmdarauki
vorri fornu frónsku kristni að láta þessa um þá getið.