Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRK.JUBLAfe 219 ið þar á gaugi að vanda, og Daniel þá kastað frá sé,r í grjótið. Og væri það í síðasta skiítið sem hann handiék. slíkt. Þetta hefði átt að gerast þegar hann fór suðnr til vígslu 23 ára, árið 1843. En gagnkunnugur segir mér, að tæjilega muni þetta vera rétt, að þar sé orsök æfibindindisins, þótt satt gæti verið að bróðurlátsfregnin bærist honum 4 förnum vegi það ár, heldur hafi Daníel tekið það fyrir enn miklu yngri að bergja aldrei á þeirri ólyfjan, er hann af rælni hafðí í fyrsta sinni komist í vín og orðið itt af. Hvorttvegja lýsti manninum vel. Akureyrarlæknirinn skipaði honum eiim sinni að neyta vins sér til heiísubótar. Loks hlýddi prófastur því, en altaf tók hann meðalið inn i matskeið. Séra Daniel var stórvirtur og elskaður af söfnuðum sín- urn í Eyjafirði, og þegar hann lét til sín taka um einhver bygðarmál, sem ekki mun hafa verið títt, þá fékk hann öllu að ráða, fyrir vitsmuna og vinsælda sakir. Séra Daníel var ákatlega óbrotinn maður, hreinn og beinn, bjargfastur og traustur. Hann varð júbílprestur á Hólum 1893 og það ár fékk hann lausn frá embætti. Þá var mynd hans í Sunnanfara með æfisögu. Ekkja hans lifir, Jakobína Soffía Magnúsdóttir Stefáns- sonar amtmanns Þórarinssonar, giftust þau 1850. Af 9 börn- uin þeirra lifa nú eigi önnur en Halldór bæjarfógeti í Reykja- vík og séra Kristinn á Utskálum. Margrét dóttir hans var gift eftirmanni hans ú Hólmum, séra Jóhanni prófasti, og Ragnheiður og Soífía, dætur hans, giftust Jóni prófasti Hall- dórssyni á Sauðanesi, en allar eru þær systur nú látnar. I. Kraftaverk hafa á öllum tímum verið hinn mesti ásteyt- ingarsteinn fjölda manna og svo er enn í dag. Þnni hafa fælt og fæla marga menn burt frá kristindóniinum, og þau hafa

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.