Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 14
23Ó NÝTT KrRKJtJBLAÍ) fram alt annað, frelsi sálirnar inn í sitt ríki. Emil Zola sagði skömmu áður en hann dó: „Ekkert getur frelsað Frakk- Iand nema Kristur“. Ekkert getur frelsað Island nema Krist- ur, Kri.-tur eins og hann er kendur í heilagri ritningu. „Gyð- ingum hneyksli, Grikkjum heimska", en „kraftur Guðs til sáluhjálpar hverjum sem trúir“. Steinhúsin. Siðmenningarbót mikil og góð er er það hvað steinhúsunum fjölgar hjá oss. Steinsteypuhús eru hér og hvar að koma upp til sveita. Tvö sá eg í smíðum í Borgarfirði i sumar, i Stafholtsey og á Húsafelli. Gott að spyrja að Eiðaskólinn fyrir austan á nú tvílyft steinsteypuhús 27 álna langt og 17 álna breitt, hefir hinn ungi skólastjóri 'Bergur Helgason haft þar mikið erfiði fyrir. Stórörðugir að- drættir. Á Hvanneyri er ekkert skólahús, og verður farið fram á að reisa úr steini. Kvennaskólinn nýi hér í bænum verður og úr steypu. Berklahælið á Vifilsstöðum verður steypt. Bágt er að vita að enginn vegur var til þess að reisa kenn- araskólann úr traustara efni en er. Það hafa ýmsir munnlega og bréflega tekið undir það sem hér stóð í blaðinu, að neyðarkostur ætti það að vera úr þessu að reisa almennings hús úr endingarlitlu timbri. Gagn- kunnugur maður t-pítölunum hér inn með sundum orðaði það svo: „Mér er það alveg óskiljanlegt að Laugarnesspitalinn skyldi ekki verða seinasta opinbera byggingin hér á landi úr timbri. — Þar er þó fengin reynslan“. Viðhaldskostnaðurinn i fjárlögunum hrökkur eigi einu sinni i fyrir málningu á Laugarnesspítala. Til hennar munu hafa gengið 2000 kr. í fyrstu, og nú i sumar var að sjá sem ómálað væri. Vaxandi hugur er á því að koma upp steinkirkjum, og mun Rögnvaldur húsameistari Olafsson styðja að því. Og ýmsar varnir, áður ókunnar eða ónotaðar, hefir hann gegn rakanum neðan frá, og utan að. Aðalvörnin nokkuð dýr, hitunin, en óhjákvæmileg með siðmenningunni. Það er skiljan- legt að margir hafi ótrú á steinkirkjum. Þær eru flestar illa leiknar af slaganum. En við því er að gera.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.