Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 221 um að sé sáluhjálparskilyrði. Það er kraftaverkið Jesús Kristur, ]jví Jesús Kristur sjálfur, persóna hans, líf hans. starf hans er eitt stórt kraftaverk, mikilfenglegasla kraftaverkið í gjftrvallri veraldarsögunni. Hann er sáluhjálparskilyrðið eina; á hann eigum vér að trúa, honum eigum vér að gefa hjarta vort, ekki sem kraftaverkamanni, heldur sem frelsara frá synd, dauða og dónu’. En hafa þá kraftaverk verið gjörð i rannogveru? Eru kraftaverkasftgur ritningarinnar sftgulega sannar og áreiðanleg- ar? Ég hefi með vilja spurningarnar tvær; því þótt fyrri spurningunni yrði svarað játandi, þá leiðir engan veginn af því að þá verði að sjálfsftgðu líka að svara síðari spurning- unni játandi. Kraftaverk gætu mjög vel hafa verið fram- kvæmd í heiminum, án þess að allar þær sftgur um krafta- verk, sem vér eigum i ritningunni, séu fyrir það sannar. Og ég vil þá strax geta þess, að þótt ég trúi ó framkvæmd kraftaverka, þá get ég vel með þeirri skoðun, sem ég hefi á ritninguuni hugsað mér, að sumt af því, sem þar er lýst sem kraftaverkum sé það ekki i raun og veru, þótt svo hafi verið ólitið á þeim tímum sem þessi rit voru í letur færð, — og að þar kunni jafnvel að lrnfa slæðst inn kraftaverka- sögur, sem ekki séu sftgulega sannar og áreiðaulegar. En ef einhver ályktaði af því, að þá séu allar kraftaverkasögur ritningarinnar ósannar og óáreiðanlegar eða að þó vei'ði alt tal um kraftaverk óáreiðanlegt, — þá væri það heimskuleg ályktun í meira lagi, enda leikur alls enginn vafi á, að kraftaverk hafa átt sér stað, og að mörg af þeim kraftaverkum sem skýrt er frá í ritningunni eru eins sögulega áreiðanleg og nokkur viðburð- ur annar sem þar er skýrt frá. Einmitt fjöldi kraftaverka-frá- sagnanna er sterk sönnun fyrir því, að kraftaverk hafi verið gjörð. Slíkar frásagnir myndast ekki upp úr þurru. Að Jesús liafi framkvæmt kraftaverk er eins sftgulega áreiðanlegt og nokkur annar viðburður sem nýja testamentið skýrir frá. Og að Páll postuli hafi gjftrt kraftaverk, fyrir því hftfum vér eiginhandar- vitnisburð hans, sem enginn fær með rökum vefengt. En hafi kraftaverk verið gjörð — hvernig víkur ])vi ])á við, að þeim hefir svo alment verið hafnað sem ósftnnum? Þetta stendur að minsta kosti meðfram ef ekki aðallega

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.