Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Page 7

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Page 7
tt^TT ÉTEKJTJBLAÉ) Drottinn styrki yður með heilögum anda síuum, svo yður auðnist að vinna verk háleitrar köllunar yðar, nafni lians til dýrðar og hans heilögu kirkju til eftingar. Drottinn gefi yður náð til að glæða hreina trú í landi yðar, samkvæmt lærdómum lieilagrar ritningar og játningum lúterskrar kirkju. Drottinn lengi Jifdaga yðar, varðveiti heilsu yðar og gefi yður gleðilega og arðsama embættistíð. II. Biskup svarar 21. desember: Bróðurkveðju yðar og blessunaróskir hefi eg fengið, og færi yður innilegar þakkir fyrir Ekkert er mér hjartfólgnara en það, að leitast við með þeim rnætti er guð gefur mér að glæða trúarlífið í kirkju hans hér á landi, á grundvelli siðbótarinnar og i sannlúterskum frelsisanda. Bróðurkveðja yðar er mér dýrmætur pantur þess, að vér Drottins þjónar íslenzku kirkjunnar beggja megin hafsins umber- um hverir aðra í kærleika, þrátt fyrir nokkurn skoðanamun. og kappkostum að varðveita einingu andans í bandi friðarins, vitandi það og játandi að einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn guð og faðir allra, yfir öllum, með öllum og í öllum. Guð blessi yðar háleita starf og allra samverkamanna yðar hjá ástkærum löndum vorum vestan hafs, til útbreiðslu og eflingar kirkju Krists þeirra á meðal og til varðveizlu og viðhalds feðratungu vorri og þjóðerni í hinni fjarlægu heims- álfu. ;nn um kristindóms=frocðsluna. Kalli úr bréfi frá presti norðanlauds. Margt þarf umbóta við, en eitt af því marga er kristindóms- frœðsla barna . . . Yfirleitt er það víst, að prestar landsins ná ekki tökum á hjörtum barnanna við kristindómsfræðsluna. Leikmönnum gengur það betur, en það er skaði, því að þá er hætt við öfgunum. I sumar hefi ég reynt nýja aðferð við kristindómsfræðsluna, og farið eftir leiðbeiningum frá þýzkum

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.